Milljarðamæringur IKEA og stofnandi, Ingvar Kamprad – 58,7 milljarðar dollar umsvif

Þegar Ingvar Kamprad lést á laugardag, 91 árs að aldri, var hann númer 8 á Bloomberg lista yfir milljarðamæringa en undir hans stjórn á alþjóðlegum smásölumarkaði voru umsvif hans upp á 58,7 milljarðar Bandaríkjadala.

Eignum hans verður nú skipt upp til að tryggja langtíma sjálfstæði og lifun Ikea modelsins.

Kamprad gerði lítið úr stöðu sinni sem einn af ríkustu mönnum á jörðinni en hann stjórnaði í áratugi stærsta húsgagnavörumarkaði heimsins ásamt neti af undirfélögum og eignarhaldsfélögum.

Erfingjar Kamprad munu ekki hafa beina aðild að stjórnun á fyrirtækinu. Þeir munu aðeins hafa með að gera stjórnun á fjölskyldufyrirtækinu Ikano Group sem er eignarhaldsfélag um fjármál, fasteignir, framleiðslu- og smásölufyrirtæki sem metið var upp á um 10 milljarða bandaríkjadala árið 2016.

Flestar Ikea-verslanir eru í eigu Stichting Ingka Foundation, hollenskt félaga sem er með það að markmiði að gefa fé til góðgerðarstarfa og jafnframt að styðja nýsköpun í hönnun. Uppbyggingin, sem Kamprad stofnaði á níunda áratugnum, tryggir að fyrirtækið Almhult í Svíþjóð, mun standa utan beinnar stjórn fjölskyldunnar.

Sú ráðstöfun var gerð til að tryggja að Ikea, í núverandi mynd, myndi lengi lifa eftir andlát stofnanda þess. Skilyrt er í samþykktum félagsins að ómögulegt er fyrir einstakling, hvort sem um væri að ræða framkvæmdastjóra eða erfingja að taka við stjórn eftir andlát Kamprads. 

,,Kamprad var hafði ekki áhuga á peningum, sagði Heggenes Bloomberg árið 2012. Það er öllum ljóst af því hvernig hann stýrði eignarhaldinu á veldi sínu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir