Gróf kyn­ferðis­brot stuðnings­full­trúa barna hjá Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur

Rann­sókn stend­ur yfir hjá lög­reglu á meintum kyn­ferðis­brot­um fyrr­ver­andi starfs­manns barna­vernd­ar­yf­ir­valda gegn sjö einstaklingum.

Frá þessu greindi Karl Stein­ar Vals­son, lög­reglumaður í Kast­ljósi RÚV í kvöld. Vitað var að lögregla rannsakaði brot mannsins gegn þremur systkinum. Jafnframt greindi Karl Steinar frá því að hann hygðist fara yfir öll þau 170 mál sem eru hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar.

Réttargæslumaður systkinanna, Sævar Þór Jónsson Lögmaður, skýrði frá því í fréttum RÚV í vikunni að hann vissi um sjö þolendur til viðbótar sem hefðu haft samband við hann.

Barna­vernd Reykja­vík­ur hafði áður verið til­kynnt um meint eldri kyn­ferðis­brot starfs­manns stofn­un­ar­inn­ar sem nú sit­ur í gæslu­v­arðhaldi sem er nú m.a. grunaður um gróf kyn­ferðis­brot gagn­vart ung­um dreng á ár­un­um 2004 til 2010.

Um er að ræða rannsókn á meintum grófum kyn­ferðis­brotum á mörgum ein­stak­lingum af hendi ­manns­ins sem hef­ur unnið sem stuðnings­full­trúi barna á veg­um Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur.  Fylgst verður með málinu áfram sem er enn í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir