Bandaríski leikarinn Matt Salling (35 ára), sem var þekktastur fyrir að leika í söngleikjaþáttunum Glee, fannst látinn í gær í Sunland í Los Angeles.

Líklegt er talið að Salling hafi stytt sér aldur.

Hann játaði nýlega vörslu barnakláms og átti að koma fyrir dómstóla í byrjun mars. Salling var handtekinn árið 2015 og lögreglumenn fundu tugi þúsunda af myndum og myndbönd af barnaníði í tölvubúnaði Salling og hann játaði við yfirheyrslu brot sitt og átti yfir höfði sér 7 ára fangelsisdóm. Nánar er sagt frá málinu á vef BBC

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir