Fanginn sem fyrirfór sér á Kvíabryggju þann 13. febrúar sl. hafði grátbeðið um viðtal við sálfræðing í tvær vikur áður en hann tók eigið líf 

Ljóst er skv. upplýsingum sem að Fréttatíminn hefur aflað sér, að andlegt ástand mannsins var mjög slæmt og að hann þurfti nauðsynlega á hjálp sálfræðinga og geðlækna.  Maðurinn var greindur með geðklofa. Hann fékk ekki þá hjálp sem hann hafði óskað ítrekað eftir. Í fangelsum á víðsvegar á Íslandi eru um 130 fangar en aðeins fjórir sálfræðingar.

Fangelsið á Kvíabryggju

Fréttatíminn hafði samband við Pál Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunnar og sagði hann við Fréttatíman ,,að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra skjólstæðinga stofnunarinnar.“ En gat þess að fjórir sálfræðingar, í þremur stöðugildum vinni samtals í öllu fangelsum landsins.

Blaðamaður beindi því til Páls að nóg væri af starfandi sálfræðingum í nágrenni við Kvíabryggju, í þessu tilfelli

,,Við höfum ekki fjármagn til þess að fjölga sálfræðingum eða kaupa utanaðkomandi þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga.“

Fréttatíminn hefur undir höndum upplýsingar að manninum hafi verið boðið upp á tuttugu mínútna Skype samtal við sálfræðing en hann hafi afþakkað það boð, þar sem það hefði verið allt of ópersónulegt og ekki hugnast honum í því ástandi sem að hann var í.

Fékk meðferð á Sogni

Styrmir var áður dæmdur ósakhæfur vegna geðklofa og fékk loks meðferð á Sogni þar sem hann fékk tilheyrandi lyf og þjónustu.

Allt í einu sakhæfur

Allt í einu, þrátt fyrir að hafa áður verið dæmdur ósakhæfur vegna geðklofa var hann dæmdur sakhæfur í Héraðsdóm Reykjavíkur þann 5. júní 2015 fyrir fyrir tilraun til manndráps. En til vara, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa að kvöldi laugardagsins 10. janúar 2015, fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð í Reykjavík, stungið annan aðila með hnífi í brjóstkassann með þeim afleiðingum að hann hlaut 4 sm skurðsár á brjósti og loftbrjóst hægra megin.

Fjölga fangelsisplássum en ekki sálfræðingum

Hægt var að byggja fangelsið á Hólmsheiði sem er með 56 nýjum fangarýmum og kostaði alls 2.7 milljarða króna og á sama tíma er niðurskurður á fjárveitingum til Fangelsismálastofnunnar um 12 milljónir króna á ári og því ekki almennilega hægt að sinna mikilvægum þörfum fanga í betrunarvist.

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifa í Kvennablaðið þann 25. apríl 2017 að sálfræðingur hefði ekki stigið inn í fangelsið á Akureyri í næstum tvö ár þar til daginn eftir að fangi þar hafi svipt lífi.

Mikil reiði hefur blossað út á samfélagsmiðlum eftir að þetta atvik átti sér stað þann 13. febrúar og telja margir að fækka eigi fangelsisplássum verulega á meðan ekki er hægt að sinna þörfum fanga sem eru að reyna að verða betri menn og komast út í lífið.

Fangelsið á Kvíabryggju er staðsett á jörðinni Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Á árinu 2007 var byggt við fangelsið og nú er hægt að hýsa þar 23 fanga. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi, þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli.

Fangelsið Sogn er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. þar er pláss fyrir 22 fanga við góðar aðstæður. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi sem felur í sér að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum.

Í fangelsinu á Hólmsheiði eru 56 fangapláss á 8 deildum sem skiptast í almennar deildir, gæsluvarðhaldsdeildir og kvennadeildir.

Fangelsið Litla-Hrauni er lokað fangelsi með 9 deildir sem rúma allt að 87 karlfanga. 

Fangelsið á Akureyri er starfrækt í húsnæði lögreglunnar á Akureyri.  Aðstaða er fyrir 10 afplánunarfanga og einn gæsluvarðhaldsfanga.

Að framantöldu, hlýtur öllum að vera ljóst að fjórir sálfræðingar geta á engan hátt annað þessum fangelsum vítt og breitt um landið og öllum þeim 130 föngum sem að þar eru vistaðir.

Ríkinu er falið að sjá um vistun fanga á Íslandi og ber ábyrgð á þeim, þann tíma sem að þeir eru í afplánun innan veggja fangelsa í landinu. Úrbætur ættu að eiga sér stað strax, þar sem að fangar eru sá hópur sem að þarf sérstaklega á heilbrigðisþjónustu sem þessari að halda. En eins og sagan sýnir þá eru sjálfsvíg tíð í gegnum árin í fangelsum landsins .

 

 

 

 

Finnst þér Fangelsismálastofnun vinna vinnuna sína rétt ?

Hefur þú eitthvað um málið að segja ?
Sendu okkur tölvupóst á frettatiminn@frettatiminn.is

Athugasemdir

Athugasemdir