Dómari synjaði kröfu Glitnis í lögbannsmáli gegn Stundinni

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði í hádeginu kröfu Glitnis HoldCo um að staðfest yrði með dómi lögbann sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media í október. Öllum kröfum Glitnis var synjað skv. dómnum.

Dómurinn synjaði kröfu um að Stundin og Reykjavík media yrðu að afhenda Glitni gögn sem þeir hafa undir höndum en fjölmiðlarnir höfðu fjallað m.a. um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra fyrir hrun og byggt á gögnum úr Glitni.

Sýslumaðurinn í Kópavogi tók þessa umdeildu ákvörðun um lögbannið sem að nú hefur verið dæmt ógilt. Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Stundarinnar og Reykjavík media  sagði við réttarhöldin að réttur fjölmiðla til að upplýsa almenning hefði ekkert með það að gera hvernig fjölmiðlar fengju gögn.

Stundin hefur fjallað ítarlega undanfarna mánuði um málefni Bjarna Benediktssonar

Lögbannið stendur í þrjár vikur í viðbót hið minnsta en það er fresturinn sem Glitnir HoldCo hefur til þess að áfrýja málinu. Verði málinu áfrýjað getur lögbannið varið í allt að ár til viðbótar eða þar til að endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað.

Athugasemdir

Athugasemdir