Um færð og veður  2.2.2018 kl. 8:54  og ábending frá veðurfræðingi 2. feb kl. 08:30

Litur: gulur
S-stormur og hefur hlánað víðast með krapa, bleytu og flughálku á ýmsum vegum. Með kuldaskilum sem koma hratt úr vestri snjóar aftur á fjallvegum um og fyrir hádegi og síðar í dag norðan- og austanlands. Í kjölfar skilanna lagast veður mjög.

Lokanir

Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.
Næsta athugun með opnun um Hellisheiði og Þrengslum verður um 10:00

Færð og aðstæður
Hálka, hálkublettir og jafvel krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss og á Sandgerðisvegi. Næsta athugun með opnun um Hellisheiði og Þrengsli verður um 10:00.

Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi.

Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og flughált fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi og í Útblönduhlíð. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suð-austurströndinni.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir