Eyþór Arnalds býður sig fram sem Borgarstjóri í Reykjavík að ósk Guðs – Söfnun til að reisa varnarmúr um Reykjavík til þess að verjast Djöflinum, 25.000 kr. er verð á múrsteini

Sjálfur kveðst Eyþór ekki hafa sóst eftir embættinu og helst viljað koma sér undan því að fara í framboð til borgarstjórnar. En Guð og æðri máttarvöld hafi stjórnað því að hann sé borgarstjóraefni Reykjavíkur. ,,Vegir guðs eru órannsakanlegir.“ segir Eyþór.

Hér heldur Guðmudur Örn á merki Reykjavíkurborgar sem er skjöldur gegn Djöflinum. 
Bað fólk í Jesú nafni, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

,,Hver verður Landstjórinn? Hver verður Borgarstjórinn í Reykjavík? Ég trúi því að hann sitji hérna við hliðina á mér.“segir Guðmundur Örn við viðmælanda sinn á trúarstöðinni Omega, Eyþór Arnalds, sem að þakkar honum fyrir með handabandi. Svo dásamar hann Eyþór og segist ,,trúa því að hann eigi eftir að verða Landstjóri á Íslandi, eða réttara sagt Forsætisráðherra“

Jafnframt biður Guðmundur Örn fólk um að leggja inn á reikning til þess að reisa varnarmúr um Reykjavík þar sem að hver múrsteinn kosti 25.000 krónur. Múrinn sé í formi fjögurra útvarpssenda sem að muni boða fagnaðarerindið til þess að forða fólki frá Djöflinum. Skjöldurinn gegn Djöflinum sé merki Reykjavíkurborgar.

Guðmundur Örn, fyrrverandi þjóðkirkjuprestur sem að var þáttarstjórnandi á Omega varaði við áhrifum Djöfulsins og hvatti í viðtalinu fólk til að gefa sig Jesús á vald, og bað hann fólk í Jesú nafni, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hann lýsti einnig yfir ánægju með rússnesk lög sem að ,,fara gegn femínisma, gegn kynvillu og gegn fóstureyðingum“. Ekki kom fram hvort að einhverjar slíkar áherslur verði hjá Reykjavíkurborg, verði Eyþór Arnalds Borgarstjóri. En Eyþór talaði meira um stóru myndina en smáatriðin í viðtalinu og lýsti þvi m.a. hvernig Guð hefði haft áhrif á pólitíkina í Asíu en hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir