Mikið álag getur verið á starfsfólk á sjúkrahúsum landsins eins og við þekkjum skv. umræðunni sem að hefur verið um þau málefni

Í hraðanum sem að stundum þarf að vera, í fjársveltum og óíbúðarhæfum sjúkrahúsum, þá er eitt og annað sem að getur farið á annan veg en ætlað var. Það á einnig við um sjúkraskrár sem að þarf að drífa af á methraða til þess að spara bæði tíma og peninga. Hér koma dæmi um misritanir úr sjúkraskýrslum:

ÚR SJÚKRASKÝRSLUM – Gott að nota bullið sem þar er ritað sem grín á föstudegi.

 • Fékk aðsvif, man ekkert þar til hann vaknar í rúminu með tvær hjúkkur.
 • Óvíst um blóð í hægðum þar sem sjúkl. er litblindur.
 • Engir kviðverkir, en heldur lausum hægðum í skefjum með franskbrauði.
 • Fékk þann úrskurð að hjartað væri ágætt, en að hún skuli koma aftur ef hún missir meðvitund.
 • Fær stundum blæðingu úr vinstra nefi.
 • Hægðirnar hafa sama lit og hurðin á deild 9
 • Stundum líður sjúklingi betur, stundum verr, stundum ekki neitt.
 • Sjúkl. þarf að sofa hátt undir koddanum.
 • Uppköstin hurfu síðdegis, sömuleiðis makinn.
 • Sjúkl. er aftur orðið illt í verknum.
 • Sjúkl. svolítið sundurlaus.
 • Sjúkl. er vörubílstjóri sem að jafnaði getur ekið 10 km án þess að mæðast.
 • Eitillinn sendur sama dag og sjúkl. í leigubíl til Reykjavíkur.
 • Nútímaleg íbúð og eiginkona.
 • Sjúkl. er ekki alltaf illt, bara oftast nær.
 • Mat fær hann frá syni sínum sem er í frystinum.
 • Lögga gift löggu.
 • Fékk hjólastól og ekur héðan til Hafnarfjarðar.
 • Sjúkl. var upplýstur um niðurstöður krufningarinnar.
 • Síðasta sýni var aldrei tekið.
 • Kjálkaholurnar skolaðar 5-600 sinnum.
 • Sjúkl. vegur 78 kg heima áður en hann kemur hingað án klæða.
 • Ekkja, býr með frískum eiginmanni.
 • Dó af kransæðastíflu, síðan lungnabjúg.

Athugasemdir

Athugasemdir