Búið er að opna versl­an­ir The Vik­ing aftur á nýrri kennitölu en með sömu stjórnarmönnum. En þeim hafði verið lokað af lög­reglu í sam­ráði við toll­stjóra vegna ógreiddra vörsluskatta. The Viking er með verslanir í Reykjavík við Skólavörðustíg, Hafnarstræti og á Akureyri.

Eins og við greindum frá í síðustu viku, þá lokaði Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og á  Ak­ur­eyri þrem­ur versl­un­um The Vik­ing að beiðni embætt­is toll­stjóra. Var versl­un­in á Ak­ur­eyri inn­sigluð en ekki verslanirnar í Reykjavík.

Versl­an­ir The Vik­ing voru áður rekn­ar und­ir kenni­tölu einka­hluta­fé­lags­ins Hóras en eru þær nú reknar und­ir kenni­tölu fé­lag­ins H-fast­eign­ir. Sami stjórn­ar­maður er í báðum fé­lög­um.

www.frettatiminn.is – Formadur-menningar-og-ferdamalarads-tengd-the-viking

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir