ISAVIA byrjaði nú um mánaðarmótin að innheimta gjöld af rútum sem stöðva við Leifsstöð

Isavia innheimtir nú 19.900 kr. fyrir stærri rútur og 7.900 kr. af minni bílum/rútum í farþegaflutningum sem að nýta sér rútustæðin við Leifsstöð.

Isavia innheimtir gjöldin, þrátt fyrir beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um að beðið verði með gjaldtökuna þangað til Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað í málinu en við höfum áður greint frá kæru á hendur Isvia fyrir þessa einhliða ákvörðun sem var tekin án alls samráðs við hlutaðeigandi aðila. Hér að neðan er umfjöllunin er málið var kært til Sakeppniseftirlitsins.

Fréttatíminn hefur verið að afla sér gagna er varða fyrirhugaða gjaldtöku Isavia á hópferðabifreiðar við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli

Hér að neðan má lesa afrit af erindi Samkeppniseftirlitsins til forstjóra Isavia ohf, Björns Óla Haukssonar, sem sent var til skrifstofu forstjórans á Reykjavíkurflugvelli fyrir helgi.

Hér er hægt að lesa bréfið til forstjóra Isavia frá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið hefur sent Isavia tilkynningu um að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli en Allrahanda GL ehf. (Gray Line) kærði Isavia þann 10. janúar vegna þessa. Isavia er krafið um að afhenda alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir og samskipti við alla aðila á markaði og opinbera aðila í tengslum við málið.

Gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Mun t.d. kosta 7.900 krónur að keyra minni hópferðabíla inn á stæðið og 19.900 krónur fyrir rútur. Gjaldtakan fyrirhugaða á rútustæðum við Leifsstöð er margfalt hærra en þekkist annars staðar við flugvelli.

Isavia fær frest til 16. febrúar til að útskýra málið af sinni hálfu og skila inn öllum upplýsingum sem að krafist er. En Isavia hafði tilkynnt að gjaldtakan mundi hefjast um næstu mánaðarmót. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum frá Isavia um hvort til álita komi af hálfu ríkisfyrirtækisins að fresta gjaldtökunni meðan rannsóknin stendur yfir. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum frá Isavia sem varða útboð á aðstöðu við flugstöðina svo sem gjaldtöku á bílastæðum fyrir hópbifreiðar og varðandi ákvörðun um að undanskilja Strætó bs. frá hinni fyrirhuguðu gjaldtöku.

Athugasemdir

Athugasemdir