Okur á eldsneyti og bílavörum – Ísland í 1.sæti í heiminum í okri. Við erum með hæsta eldsneytisverð í heimi og höfum átt það sæti í mörg ár. Hver er skýringin á því ? Er það bara íslenskt okur eða eithvað annað ?   – Verðsamanburður við 170 ríki heims-

Ríkið hefur skattlagt bílaeigendur eins og enginn sé morgundagurinn undanfarna áratugi og eru rúmir 73 milljarðar innheimtir í opinber gjöld af bifreiðaeigendum 2018 en aðeins 21 milljarður fer í vegakerfið. Hvað er verið að rukka bíleigendur um auka 52 milljarða ?

Hækkun skatta – Gleymd kosningaloforð

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var að leggja fram fjárlagafrumvarp og hækka skatta.

Þrátt fyrir loforð allra þessara flokka um að skattaálögur yrðu ekki auknar á almenning í landinu, þá var samt ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og umferð um nær 5.6 milljarða króna, eða um 4,6%. Það ætti að skila áttatíu milljörðum frá bíleigendum til ríkissjóðs.

Ísland í 1.sæti með hæsta verð á eldsneyti og sköttum í heiminum ár hvert

Mörg undanfarin ár höfum við íslendingar verið í fyrsta sæti vegna okurs á bensíni og diesel fyrir fólksbíla. Á því er engin undantekning núna, þrátt fyrir t.d. komu Costco sem að hefur hækkað bensínið hjá sér um 11.4% nú á dögunum og er að nálgast verð hinna olíufélaganna en fyrir komu Costco, voru öll olíufélögin á Íslandi með nánast nákvæmlega sama verðið nánast upp á aur.

Íslensku olíufélögin hafa verði dæmd fyrir verðsamráð og þurftu að endurgreiða oftekið fé vegna samráðs á verði á eldsneyti. Fullt af íslendingum sem að gátu framvísað kvittunum fengur endurgreiðslur frá bensínsölunum árið 2005 en málaferlin tóku langan tíma.

En í dag virðast sömu olíufélög samt ekki vera í samkeppni um verð og sást það best þegar að Costco kom á markaðinn með um 30 króna lægra verð á eldsneyti. En öll hin olíufélögin voru þá með sama verð nánast upp á aur.

Haft var eftir einum stjórnanda olíufélaganna að hin félögin eltu þann sem að treysti sér til þess að vera með lægsta verðið hverju sinni, það má jafna slíkri yfirlýsingu við verðsamráð. En athygli vekur að ekkert þeirra elti Costco þegar lækkunin nam 30 krónum.

Hér sjáum við sláandi mun á verði á smurolíu. Líterinn er seldur á 2.606 kr. hjá N1 en 866 kr. hjá Costco.

Sem þýðir með öðrum orðum að kaupandinn fær rúmlega 3 lítra hjá Costco en 1 líter hjá íslensku gamalgrónu olíufélagi.

Sami mikli verðmunurinn á við þegar að um t.d. smurolíur og aðrar vörur sem að seldar eru á bensínstöðvum er um að ræða, þá er sama okrið í gangi hjá öllum gömlu bensínsölunum miðað við verð á heimsmarkaði.

Sláandi mun var hægt að sjá þegar að Cosco opnaði og flutti inn olíu frá sinni byrgðastöð erlendis frá og FÍB gerði verðkönnun þá af því tilefni.

 

Í töflunni hér að neðan eru tekin verð úr öllum heiminum á eldsneyti frá 170 ríkjum og er Ísland þar í lang efsta sæti með hæsta verðið og eigum við heimsmet í okri á eldsneyti eins og undanfarin ár og engin breyting virðist ætla að verða á því í framtíðinni.

Hér að neðan er tafla fyrir verð á Diesel í heiminum og þar erum við íslendingar einnig í 1.sæti í okri eins og með verð á bensíni en sú tafla lítur nánast eins út og eigum við þar líka 1.sæti í okri

     

Athugasemdir

Athugasemdir