Uppreisn í Reykjavík stofnuð og stjórn kjörin

Reykjavíkurarmur Uppreisnar, Ungliðahreyfingar Viðreisnar, var stofnaður 3. febrúar í höfuðstöðvum Viðreisnar, auk þess sem stjórn félagsins var kjörin.

Félagið ber heitið Uppreisn í Reykjavík og er megintilgangur þess að halda uppi og efla ungliðastarf Viðreisnar í höfuðborginni, ásamt því að stuðla að því að rödd unga fólksins varðandi borgarmál verði áberandi.

Stofnfundurinn var vel sóttur, samþykktir félagsins samþykktar eftir nokkrar breytingatillögur og stjórn að lokum kjörin. Kosningar voru hörkuspennandi, enda voru fjölmargir í framboði. Að því loknu var nýju félagi og stjórn fagnað og mikil tilhlökkun komin í ungliða Viðreisnar fyrir komandi sveitastjórnarkosningum.

Stjórn Uppreisnar í Reykjavík situr í eitt ár og er skipuð eftirtöldum einstaklingum:
  • Formaður: Geir Finnsson.
  • Varaformaður: Sonja Sigríður Jónsdóttir.
  • Ritari: Aron Eydal Sigurðarson.
  • Gjaldkeri: Sævar Þór Stefánsson.
  • Viðburðastjóri: Marín Eydal Sigurðardóttir
Úr ræðu Geirs Finnssonar, formanns Uppreisnar í Reykjavík:

„Nú sækjum við fram, í nafni frjálslyndis og sýnum öllum að Viðreisn er komin til að vera. Það er og verður alltaf eftirspurn eftir frjálslyndi og er kominn tími fyrir okkur ungliða, sem byggðum flokkinn og höldum í honum lífi, að tryggja það hann berjist fyrir þeim málefnum og að rödd okkar heyrist sterk í komandi sveitastjórnarkosningum.“

Athugasemdir

Athugasemdir