Umræðu um vantrauststillögu á dómsmálaráðherra lauk um klukkan hálf sjö í kvöld eftir langar og strangar umræður um málið. Umræður voru harðar og stjórnarandstaðan nánast á einu máli um að lýsa ætti vantrausti á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra.

Þingsályktunartillaga : „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á dómsmálaráðherra.“

Flutningsmenn voru þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata, auk Loga Einarssonar, þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Andri Thorsson, Björn Leví Gunnarsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Halldóra Mogensen, Guðjón S. Brjánsson, Smári McCarthy og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Atkvæðagreiðsla um tillöguna hófst klukkan hálf sjö og lauk klukkutíma síðar með því að tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29.

Tveir samherjar dómsmálaráðherrans í ríkisstjórn, þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni og einn þingmaður Miðflokksins greiddi ekki atkvæði.

Raunar hafði því verið spáð þegar að málið kom upp og var sett á dagskrá að það yrði fellt vegna þingmeirhluta ríkisstjórnarinnar og fóru atkvæðin að mestu leiti eftir því hvort um var að ræða þingliða í ríkisstjórn eða í stjórnarandstöðu.

Stjórnarandstaðan hefur deilt hart á dómsmálaráðherra vegna Landsréttarmálsins og benti m.a. á að hinn nýji Landsréttur væri ónýtur áður en að hann hefði hafið starfsemi sína vegna verka dómsmálaráðherrans og að réttaróvissa yrði áfram næstu árin, ef að leitað yrði með málið til mannréttindadómstólsins til úrlausnar á síðari stigum. En niðurstaða mun liggja fyrir fljótlega um hvort að Hæstiréttur dæmi dómarana fjóra sem að Sigríður Andersen réði til starfa, hæfa eða óhæfa sem dómara í Landrétti.

Athugasemdir

Athugasemdir