Karlmaður var í gær dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun á marijúana.

Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 5. desember 2017, á hendur x, Reykjavík, fyrir fíkniefnabrot í Reykjavík með því að hafa miðvikudaginn 30. ágúst 2017 haft í vörslum sínum 167,78 g af marijúana, 1,06 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 33,96 g af kannabislaufi og 38 kannabisplöntur sem ákærði hafði ræktað um nokkurt skeið og til þess dags er lögregla fann við leit í bílskúr við heimili hans að Grundarási 19 og lagði hald á.

       Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerðir nr. 232/2001 og nr. 848/2002.

Ákærði er fæddur í janúar 1977. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Við ákvörðun refsingar er litið til greiðlegrar játningar ákærða sem og umfangs þeirra ávana- og fíkniefna sem tilgreind eru í ákæru.

Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 167,78 g af marijúana, 1,06 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 33,96 g af kannabislaufi og 38 kannabisplöntur, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.

Ákærði, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 167,78 g af marijúana, 1,06 af tóbaksblönduðu kannabisefni, 33,96 g af kannabislaufi og 38 g kannabisplöntur.

Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, 337.280 krónur og 247.957 krónur í annan sakarkostnað.

Athugasemdir

Athugasemdir