Samkvæmt heimildum Fréttatímans hefur vefsetrið Deildu.net fengið yfir 96 milljónir íslenskra króna í styrki frá og með stofnun skráarskiptarsíðunnar árið 2010.

Það var um 2014/2015 þá byrjaði Deildu.net að taka við styrkjum í formi Bitcoins en þá var hver Bitcoin virði 30-50 þúsund íslenskra króna.

Ef tekið er mið af verði Bitcoin í dag 8. mars 2018 þá er hver Bitcoin virði 987.341 króna.

Samkvæmd heimildarmanni Fréttatímans héldu eigendurnir tveir öllum þeim Bitcoins sem Deildu.net fékk í styrki og notuðu þau ekki í uppihald á vefnum eins og lofað er þegar styrkt er vefinn.

Samkvæmt upplýsingum sem heimildarmaður Fréttatímans hefur frá eigendum Deildu.net er að bifreiðar og annar varningur hafi verið keyptur með styrktarpeningunum.

Fram kemur á vef Deildu.net að eigandi sé ekki íslenskur en höfum við þær upplýsingar að eingöngu er um aðgang (front) að ræða.

Eigendur Deildu.net eru enn þeir sömu og áður en Mr. Robot (Áður: AfghanGuru) er í raun aðgangur stýrðum af þeim.

Fréttatíminn mælir með að notendur haldi sig fremur löglegar efnisveitur líkt og Netflix og Spotify.

Athugasemdir

Athugasemdir