Sakborningur í máli ákæruvaldsins gegn sér, krafðist þess að Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir fyrrverandi dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur, mundu víkja sem dómarar í Landsrétti þar sem að þau hefðu starfað hjá Héraðsdómi þegar að málið var dæmt þar. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir dæma sem dómarar fyrir Landrétti í eigin máli um meint vanhæfi sitt og dæma það sér í hag og úrskurður Landréttar er :

Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu.

Úrskurðarorð:  Hafnað er kröfu ákærða, um að landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir víki sæti í málinu. Það eru sem sagt skv. störfum Landsréttar, starfandi dómarar í Landrétti, að dæma sjálfa sig sem hæfa en ekki vanhæfa í dómi Landsréttar eins og fram kemur í dómi þeirra um sig.

Við meðferð máls Ákæruvaldsins gegn sakborningi fyrir Landsrétti krafðist sakborningur þess að landsréttardómararnir tveir, vikju sæti við meðferð málsins á grundvelli g-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála.

Byggði sakborningurinn málið á því að dómararnir, Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir hefðu verið skipaðir héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur þegar hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp og því hafi þeir á þeim tíma verið samstarfsmenn þess dómara sem hafi kveðið upp sakfellingardóm yfir honum í héraði.

Í úrskurði Landsréttar var vísað í dóma Hæstaréttar í svipuðum málum þar sem fram kæmi að héraðsdómari væri sjálfstæður í dómstörfum og leysti þau af hendi á eigin ábyrgð, sbr. 1. mgr. 24. gr. þágildandi laga nr. 15/1998 um dómstóla, sbr. nú 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/2016 um sama efni, og yrði því aldrei stöðu sinnar vegna vanhæfur til að fara með mál af þeirri ástæðu einni að það varðaði persónu, störf eða hagsmuni annars héraðsdómara.

Sömu sjónarmið ættu við um sérstakt hæfi dómara við Landsrétt sem falið væri að endurskoða dóm sem kveðinn hafi verið upp af dómara við sama dómstól og landsréttardómararnir gegndu áður embætti. Hvorugur dómaranna hefðu komið að meðferð málsins í héraði og ekkert væri komið fram í málinu sem gæfi tilefni til að draga óhlutdrægni þeirra með réttu í efa. Var kröfu sakbornings því hafnað.

Úrskurður Landsréttar: Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu.

Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu ákærða, X , um að landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir víki sæti í málinu.

Vantrauststillaga var lögð fram á Dómsmálaráðherra ,

Sigríði Andersen vegna skipunar hennar á dómurum fyrir Landsrétt í vikunni og langar og strangar umræður voru um málið á Alþingi. Umræður voru harðar og stjórnarandstaðan nánast á einu máli um að lýsa ætti vantrausti á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra.

Þingsályktunartillaga : „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á dómsmálaráðherra.“

Flutningsmenn voru þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata, auk Loga Einarssonar, þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Andri Thorsson, Björn Leví Gunnarsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Halldóra Mogensen, Guðjón S. Brjánsson, Smári McCarthy og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Atkvæðagreiðsla um tillöguna lauk með því að hún var felld með 33 atkvæðum gegn 29.

Tveir samherjar dómsmálaráðherrans í ríkisstjórn, þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni og einn þingmaður Miðflokksins greiddi ekki atkvæði.

Raunar hafði því verið spáð þegar að málið kom upp og var sett á dagskrá að það yrði fellt vegna þingmeirhluta ríkisstjórnarinnar og fóru atkvæðin að mestu leiti eftir því hvort um var að ræða þingliða í ríkisstjórn eða í stjórnarandstöðu.

Stjórnarandstaðan hefur deilt hart á dómsmálaráðherra vegna Landsréttarmálsins og benti m.a. á að hinn nýji Landsréttur væri ónýtur áður en að hann hefði hafið starfsemi sína vegna verka dómsmálaráðherrans og að réttaróvissa yrði áfram næstu árin, ef að leitað yrði með málið til mannréttindadómstólsins til úrlausnar á síðari stigum. En niðurstaða mun liggja fyrir fljótlega um hvort að Hæstiréttur dæmi dómarana fjóra sem að Sigríður Andersen réði til starfa, hæfa eða óhæfa sem dómara í Landrétti.

Athugasemdir

Athugasemdir