Aðgerðasinn­inn Hauk­ur Hilm­ars­son var skot­inn til bana í átök­um við tyrk­neska her­inn sem nú hef­ur lík hans und­ir hönd­um sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is frá Afr­in-héraði. Vefurinn birti frétt um þetta stuttu fyrir þrjú síðdegis í dag.

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, birti einnig á vefsíðu sinni að hún teldi einnig að Haukur hafi fallið.

,,Við teljum okkur vera búin að púsla sögunni af ferðum Hauks saman í grófum dráttum. Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að YGP telji hann af og vitum nokkuð nákvæmlega hvar hann féll en við vitum ekki ennþá hvar líkið er.

Kúrdar komast ekki inn á árásarsvæðið til þess að leita en það hefur verið leitað á öllum sjúkrahúsum í borginni og hann hefur ekki fundist.

Í tyrkneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Tyrkir séu með líkið og að það verði sent heim, en það hefur enginn haft samband við íslensk yfirvöld vegna þess og þetta gæti verið byggt á sögusögnum eða hreinlega áróðursbragð.

Það er allt eins líklegt að hann hafi grafist undir rústum. Við áttum fund með Utanríkisráðuneytinu og Lögreglunni í dag. Þau hafa engar viðbótarupplýsingar en eru í sambandi við sendiráð og stjórnsýslustofnanir víða um heim.

Ef svo ólíklega vill til að einhver hafi upplýsingar sem virðast áreiðanlegar um það hvar líkamsleifar Hauks eru niðurkomnar, endilega hafið þá samband við hilmarsson2018@gmail.com eða beint við lögreglu eða Utanríkisráðuneytið.

Á þessu stigi hjálpar það ekki að senda okkur fréttatengla eða upplýsingar um einhvern sem er á svæðinu eða þekkir til þar.

Einnig segir á Mbl. að Ríkislögreglustjóri muni funda með fjölskyldu Hauks. Hér er slóð inn á fréttina hjá mbl.is :

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/08/hermt_ad_tyrkir_seu_med_lik_hauks/

 

Athugasemdir

Athugasemdir