Uppfært kl.21.00 –

Tveir erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubíls og fólksbíls á Lyngdalsheiðarvegi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Veginum var lokað á meðan unnið var á vettvangi en hefur nú verið opnaður að nýju. Búast má við umferðartöfum fram eftir kvöldi á meðan vörubíllinn er fjarlægður.

Vegurinn um Lyngdalsheiði er nú lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss sem þar varð kl. 15:33 

 

Um er að ræða árekstur tvegga bifreiða. Viðbragðsaðilar og rannsóknarnefnd umferðarslysa er nú við vinnu á vettvangi. Ekki liggur fyrir hversu lengi lokunin varir.

Athugasemdir

Athugasemdir