Stórar aðgerðir Sérsveitar Ríkislögreglustjóra áttu sér stað laust fyrir klukkan 14 í dag.

Fréttin var upprunalega birt kl 14:10 en að beiðni lögreglu var hún tekin út þar sem málið var ennþá á mjög viðkvæmu stigi.

20:01 fengum við upplýsingar frá lögreglu um að aðgerðum hafi verið lokið og unnið er að rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir aðilar handteknir og að það tengist stórfelldum innflutningi fíkniefna. Tveir aðilar á þrítugsaldir voru hnepptir í gæsluvarðhald og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sérsveitin réðist til inngöngu á tveimur stöðum í borginni, í Faxafeni og í Mosfellsbæ vegna þessa máls.

Myndband sem náðist óvænt á vettvangi fylgir fréttinni hér að neðan.

Veist þú eitthvað meira um málið ? Sendu okkur tölvupóst á frettatiminn@frettatiminn.is

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir