Heilsa Hinriks prins hefur versnað alvarlega 

Heilsu Hinriks prins (83) hefur „versnað mjög alvarlega“, segir danska höllin í fréttatilkynningu. Ekki er farið út í nákvæmar lýsingar en ætla má að heilsu hans hafi hrakað skyndilega og alvarlega.

 

Krónprins Friðrik, 49, hefur lokið dvöl sinni í Suður-Kóreu, þar sem hann dvaldi í tengslum við vetrarólympíuleikana og er á leiðinni til Danmerkur.

Hinrik prins – ævi ágrip
* Fæddur Henri Marie Jean André óx Laborde de Monpezat 11. júní 1934 í Talence, Gironde, Frakklandi
* Ólst upp í Hanoi í Víetnam, þá frönsk nýlenda, og í Cahors, Frakklandi.
* Talar frönsku, ensku, kínversku og víetnömsku.
* Sendiherra Frakka í sendiráðsinu á Englandi þegar hann hitti Margréti Þórhildi konu sína árið 1965.
* Varð prins Danmerkur 10. júní 1967 er hann giftist Margréti prinsessu Danmerkur.
* Faðir Friðriks (Frederik André Henrik Christian) og Jóakims (Joachim Holger Waldemar Christian).
* Á 80 ára afmælisdegi Hinriks, var haldin sýning sem sýndi líf hans og störf: Annars vegar um opinberar skyldur hans fyrir Danmörku og sem sendiherra. En hins vegar um hans persónulegu áhugamál og störf sem skáld, listamaður, safnari, vínsmaður og íþróttamaður.

Fyrr í þessum mánuði uppgvötvaðist að Hinrik hefði verið æxli í vinstra lunga. Hins vegar hefur æxlið reynst góðkynja eftir að það var rannsakað betur en prinsinn var fluttur til á Rigshospitali 2.

 

Athugasemdir

Athugasemdir