Ferðafólk sem urðu vör við kindur á Djúpalónssandi,vöktu athygli bænda á því að líklega væru eftirlegukindur frá þeim á svæðinu. Bændur svörðu því strax til að þeir vissu af þeim.

 

 

,,Við vitum af þessum kindum og þær verða sóttar þegar aðstæður leyfa. Vinsamlegast styggið þær ekki eða leyfið ferðamönnunum ykkar að nálgast þær, t.d. með drónum sem er ein ástæða þess að erfitt er orðið að smala svæðið.

Það er vaxandi vandamál á ferðamannasvæði eins og hér að fé tvístrast og styggist undan túristum sem jafnvel elta það með drónum. Auk þess standa ferðamenn oft í veginum á þeim leiðum og sem farið er með fé heim.“ segja eigendur kindanna.

Það hefur vonandi gengið vel að ná kindunum í hús þar sem að spáð er stormi, snjó og frosti strax á morgun um allt land.

Athugasemdir

Athugasemdir