Masquerade Ball verður haldið í Iðnó á morgun, þann 10. febrúar og húsið opnar klukkan 22:30. Gestir eru hvattir til tryggja sér miða í forsölu og mæta snemma því búist er við húsfylli eins og fyrri ár.

Pink Party er án efa flottasta ball vetrarins hjá hinsegin samfélaginu. Ballið er haldið undir formerkjum „masquerade“ og gestir hvattir til mæta í sínu stórkostlegasta pússi með hvers kyns grímur, hvort sem þær eru hefðbundar, íðburðarmiklar feneyjagrímur eða jafnvel ámálaðar. Reynt er að skapa umgjörð sem fagnar hvers kyns tjáningu á kynhneigð, kynvitund og kyngervi. Partýið er hluti af alþjóðlegri hinsegin vetrarhátíð sem kallast Rainbow Reykjavík og er haldin árlega. Nokkrir tugir erlendra ferðamanna sækja Ísland heim og njóta þess besta sem land og þjóð hafa uppá að bjóða og Pink Party er lokapunktur hátíðarinnar.

Meðal þeirra sem fram koma í ár eru Dj Siggi Gunnars auk þess sem Drag-Súgur býður uppá skemmtiatriði. Gestgjafi kvöldsins verður drottningin Jómbi og það er rétt að minnast á að stórum fjárhæðum er eytt í ljós, hljóð og konfetti til að breyta hátíðarsal Iðnó í glæsilegan næturklúbb! Það verður makeup station á staðnum fyrir þá sem þurfa að glimmera sig upp og fordrykkur fyrir þá sem mæta fyrir rmiðnætti.

Öllu verður til tjaldað til að gera kvöldið sem glæsilegast og rétt að taka fram að partýið er ekki haldið í hagnaðarskyni heldur til þess að glæða skammdegið gleði og ást.

Verði einhver hagnaður af miðasölu að frádregnum kostnaði rennur hann allur til góðs málefnis innan hinsegin samfélagsins.

Hægt er að nálgast miða í forsölu á netinu í gegnum www.rainbowreykjavik.is.
Miðaverð í netforsölu er 2.500 kr fyrir meðlimi Q félagsins, Samtakanna’78 og Trans Ísland
Almenn miðaverð í forsölu er 3.000 kr
Miðaverð við hurð á kvöldinu sjálfu verður 3.500 kr

Athugasemdir

Athugasemdir