Allt landið – Veðurhorfur næsta sólarhringinn –
Um 300 km S af Reykjanesi er vaxandi 970 mb sem þokast NA.

Norðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu um landið suðaustanvert í nótt, en norðantil á landinu eftir hádegi og snýst í norðvestanátt.

Norðvestan rok eða ofsaveður suðaustanlands síðdegis og þurrt að mestu, en hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og talsverð eða mikil snjókoma. Hægari vindur og él í öðrum landshlutum. Frost 0 til 7 stig, en svalara í nótt.

Athugasemd veðurfræðings

Óveðurslægð verður við landið um helgina og því mikilvægt að fylgjast vel með veðurspám. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint á morgun með norðvestan roki eða ofsaveðri. Einnig um landið norðvestanvert þar sem útlit er fyrir norðvestan stórhríð.
Frá vakthafandi veðurfræðingi 10.02.2018 kl.00:52

Í nótt hvessir og með hríðarveðri og takmörkuðu skyggni frá Eyjafjöllum austur á Austfirði. Á Suðurlandi og í Borgarfirði, snjófjúk og blint undir morgun. Við birtingu í fyrramálið vaxandi vindur, skafrenningur og snjór eða él í flestum landshlutum.

Óveðurstímar og hugsanlegar lokanir 9. – 11. febrúar
Í kvöld og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir, og þjónusta takmörkuð þess vegna. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777.  Lokanir 9. – 11.-feb.-2018

Færð og aðstæður

Þjóðvegur 1 und­ir Eyja­fjöll­um frá Markarfljóti til Vík­ur í Mýr­dal er lokaður, snjókoma er á svæðinu og stormur í Vík og er vind­hraðinn 30 m/s í hviðum.

Vest­fjarðar­veg­ur er lokaður um Dynj­and­is­heiði og Hrafns­eyr­ar­heiði. Stranda­vegur frá Gjögri að Drangs­nesi er ófær.

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og á flestum vegum á Suðurlandi. Hálkublettir eru einnig á Höfuðborgarsvæðinu.

Hálka er á Vesturlandi, Vestfjörðum og vestast á Norðurlandi, raunar sums staðar snjóþekja. En í Skagafirði og þar fyrir austan er mikið autt. Hálka er þó m.a. á Öxnadalsheiði og í Öxnadal.

Á Austurlandi er mikið autt eða aðeins í hálkublettum. Hálka er á Fjarðarheiði og eins með suðausturströndinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir