Við vorum búnir að mæla okkur mót við hann Sigurð Friðriksson, eiganda Nordic Campers í dag klukkan eitt. Hann hringir í okkur með góðum fyrirvara og segist ekki geta tekið á móti okkur fyrr en klukkan tvö þar sem að hann hafi þurft að skreppa eftir nokkrum viðskiptavinum upp í Leifsstöð

Það er í góðu lagi okkar vegna enda sól og blíða og bara hressandi að taka smá bíltúr.

Nordic Campers er bílaleiga sem að leigir út ýmsar tegundir af húsbílum og undanfarið hefur fyrirtækið verið að fjárfesta í lúxus húsbílum fyrir þá sem að kjósa að aka um landið, frjálsir sem fuglinn og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að panta sér hótelherbergi sem að getur verið snúið nú á tímum þar sem að mikið er um ferðamenn um allt land og ekki alltaf laus herbergi. Eigandi fyrirtækisins er Sigurður Friðriksson tæplega sjötugur, fyrrverandi skipstjóri.

Bílarnir sem að Nordic Campers bíður upp á eru frá tveggja manna bílum og upp í sjö manna bíla. Óhætt er að segja að úrvalið sé fjölbreytt og núna er húsbílafloti fyrirtækisins 90 húsbílar samtals.

 

Sigurður Friðriksson, eða Diddi Frissa eins og hann er alltaf kallaður af þeim sem að hann þekkja, er greinilega stundvís og akkúrat maður, því að blaðamaður og ljósmyndari töfðust um 10 mínútur og hann segir í símtalinu við okkur að það sé í góðu lagi, hann hinkri bara eftir okkur á skrifstofu Nordic Campers í Reykjavík sem er á Hverfisgötu 105.

Hér má t.d. sjá myndband af sambærilegum húsbíl og Nordic Campers leigir út en valmöguleikar viðskiptavina eru fleiri og við tökum bara þennan húsbíl sem dæmi:

Ford/LMC Liberty 664G. Our largest motorhome suitable for families with seats and sleeping are for up to 6 persons.

Þegar við komum, er okkur boðið í kaffi í frábærlega staðsettu húsnæði sem að Diddi hefur fest kaup á á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar, gengt lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Óhætt er að segja að staðsetning geti ekki verið betri og auglýsingargildi glugganna sem snúa út á Snorrabraut og Hverfisgötu, er ómetanlegt. Áætla má að verð á slíku húsnæði sé eitthvað í kringum hundrað milljónir en við förum ekki út í það hér.

Diddi átti áður 4th floor Hótel við Laugaveg 101 en hefur selt það.     Núna rekur hann stóra fólksbíla- og húsbílaleigu. Skrifstofur og aðstöður fyrir fyrirtækið eru bæði í Reykjavík og í Keflavík en þar er fyrirtækið með fleiri þúsund fermetra húsnæði um alla bílana ásamt alhliða verkstæði fyrir flotann.

,,Mér gekk mjög vel með reksturinn á hótelinu og þó svo að aukningin í ferðaiðnaði hafi orðið sú sem hún er, hafði það engin áhrif á minn rekstur. Við vorum alltaf með herbergin nánast full bókuð og sérstaklega yfir sumarmánuðina, þá var alltaf allt full bókað. Reksturinn gekk vel öll þau ár sem að hótelið var rekið og nýting á herbergjum var alltaf góð.“

Það er augljóslega góður kostur fyrir ferðamenn sem að koma jú oftast nær til þess að njóta náttúrunnar og allt sem að Ísland hefur upp á að bjóða í þeim efnum. Að geta leigt sér húsbíl með öllum þeim þægindum og frelsi sem að slíkir bílar bjóða upp á og geta bara stoppað jafnvel langt frá alfara leið til þess að njóta lífsins. Diddi er bara bjartsýnn á þróunina í ferðamálum og á bílana sína skuldlausa. Enda sýna nýjustu tölur að 8% aukninig var á komu ferðamanna í febrúar m.v. árið í fyrra. Diddi er einnig með fólksbíla til leigu í gegnum City Car Rental bílaleiguna sem að hann hefur rekið í nokkur ár og hefur þar upp á að bjóða nokkur hundruð bílaleigubíla.

,,Ég á alla bílana skuldlausa og þarf þess vegna ekki að kaupa dýrar kaskó tryggingar hjá tryggingafélögunum. Ég er núna að bíða eftir tilboði um kaup á 20 húsbílum í viðbót , það getur komið á hverri stundu“ segir hinn rúmlega sjötugi Diddi, fullur af áhuga og ekki annað að sjá en að hann sé spenntur fyrir stækkun fyrirtækisins sem að hann rekur af eldmóð og ásttríðu. Ég er með gott fólk með mér í vinnu líka, það er mikils virði“segir Diddi

Camper

Camper and motor home in Iceland.

Posted by Nordic Campers on 27. nóvember 2017

 

Morgunblaðið birti gott viðtal við Didda Frissa um sjómennskuna og lífernið á árum áður en Diddi var skipstjóri áður en hann söðlaði um og fór í ferðabransann. Hann var fengsæll skipstjóri alla tíð og átti góð og traust aflaskip.

 

 

 

Diddi hefur verið stjórnarmaður hjá SÁÁ til margra ára og er einn af Heiðursmönnum SÁÁ en hann hætti að drekka fyrir mörgum árum og reykir heldur ekki. Hann stundar mjög heilbrigt líferni og fer í ræktina í World Class og tekur þá vel á enda mjög vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega.

Diddi stundar sjósund í frostköldum sjónum og var m.a. líka stofnandi hnefaleikafélags Reykjaness svo eitthvað sé nefnt. Heilsan er upp á 10 eftir því enda ekki á allra færi að leggja í sjósund í ískulda.

,, Ég fór til hjartalæknis um daginn og hann vildi taka próf á mér eins og ég væri 30 ára ungur maður en ég fer reglulega í blóðprufur o.þ.h. bara til þess að fylgjast með að allt sé í lagi.“ segir Diddi og auðsjáanlega hefur heilbrigt líferni hjálpað honum með góða heilsu.

Ég er jú alveg að verða sjötugur en hjartað í mér segir aðra sögu, skv. því er ég einhverjum áratugum yngri.“ segir Diddi og hlær og hefur gaman að. Hann er einnig giftur konu sem er áratugum yngri og saman eiga þau t.d. eins árs barn. Diddi finnur alltaf góðan tíma með fjölskyldunni, þrátt fyrir að vera í umsvifamiklum fyrirtækjarekstri.

Reksturinn fer fram í Reykjavík og í Keflavík:

Það er ljóst eftir að hafa tekið viðtal við Didda, að hann er stálhraustur á sál og líkama og að aldur er bara tala á blaði þegar að hann er annars vegar. Hann er hvergi af baki dottinn og er fullur af eldmóð í sínum rekstri sem að gengur mjög vel.

Hér má sjá skemmtilegt viðtal sem að tekið var við Didda Frissa á Hringbraut:

Athugasemdir

Athugasemdir