,,Það er ekki annað hægt en að vera ánægður og hrærður yfir frábærum viðtökum sem að hinn nýuppsetti vefur Fréttatíminn.is hefur fengið en unnið hefur verið að uppsetningu tölvubúnaðar o.þ.h. undanfarið og stendur sú vinna enn yfir’’

Segir Ritstjóri Fréttatímans.is, Guðlaugur Hermannsson. ,,Jóhannes Eggertsson, tölvusérfræðingur á sérstakar þakkir inni en hann hefur leiðbeint og hjálpað vel með alla uppsetningu á neti, léni og hugbúnaði o.þ.h. frá a-ö og á hann bestu þakkir fyrir alla aðstoðina sem var ómissandi og standa yfir viðræður um ráðningu hans í næsta mánuði.

Við prufur á kerfinu var gerð frétt um aðgerð Sérsveitar Ríkislögreglustjóra  sem að við vorum óvænt vitni að á vetvangi í Faxafeni, á leið í verslun.

Gerð var frétt um málið í kjölfarið sem að varð svo að aðal frétt í fréttatímum Stöðvar 2 og Rúv með okkar góðfúslega leyfi. En í raun vorum við þá aðeins að prufa kerfið og bara gaman af því að eiga góða og jákvæða samvinnu við aðra miðla.

Vefsíðan er ný og ennþá í vinnslu og kemur meira efni inn síðar og erum að skoða í kringum okkur og ekkert liggur á. Frettatiminn.is er vefsíða sem verður með skemmtilegt efni, fréttir og fróðleik og á vonandi eftir að þróast í að verða góð afþreying og til gagns og gamans fyrir lesendur. Vefurinn er óháður og hefur verið skráður hjá Fjölmiðlanefnd. Við val á nafni þá kom ýmislegt til greina en nafnið frettatiminn.is var einfaldlega laust og var það valið en efni síðunnar verður blandað og úr ýmsum áttum og ég vil bara þakka kærlega fyrir frábærar móttökur,,
segir Ritstjóri vefsins og eigandi, Guðlaugur Hermannsson að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir