Maðurinn var búinn að biðja um að vera ekki sendur heim af geðdeild – Morðvopnið fannst á vettvangi

43 ára gamall maður var handtekinn í Bergen í dag og ákærður fyrir að myrða 70 ára gamla móður sína. Maðurinn hafði beðið um aðstoð vegna geðrænna vandamála fyrir nokkrum vikum og hafði verið lagður inn á geðdeild. Hann hafði einnig beðið strfsfólk ítrekað um að verða ekki sendur út af geðdeildinni sem hann hafði dvalið á. En ekki var orðið við því og hann var útskrifaður án hans samþykkis.

Íbúðin sem að morðið var framið í Landås i Bergen.

Morðvopnið fannst í íbúð nálægt og lögreglan hefur lokið rannsóknunum á vettvangi að mestu.      Það kom m.a. fram á blaðamannafundi á lögreglustöðinni í Bergen í kvöld.

,, Maðurinnn á sér enga fyrri sögu hjá lögreglu,“ sagði saksóknarinn Ørjan Ogne á lögreglustöðinni í tilkynningu til fjölmiðla í kvöld.

Hefur búið hjá móðurinni
Konan hafði búið með syni sínum á heimilinu þar sem hún fannst. Sonur hennar upplýsti lögregluna sjálfur um morðið og vísaði lögreglu einnig sjálfviljugur á morðvopnið.

Lögreglan telur að morðið hafi átt sér stað fyrir klukkan níu í gærkvöld. Lík konunnar hefur verið tekið til krufningar en lögreglan vill ekki segja neitt um niðurstöður ennþá en líklega liggja þær ekki fyrir að fullu leiti. ,,Við munum veita fjölmiðlum meiri upplýsingar í vikunni“  Rannsókn mun halda áfram í íbúðinni sem er þó langt komin“ segir Ørjan Ogne.

Bað um hjálp
Samkvæmt upplýsingum réttargæslumanns mannsins, Jannicke Keller-Fløystad hefur maðurinn ekki enn tjáð sig um verknaðinn. ,,Það er heilsa hans og aðstoð fagfólks fyrir skjólstæðing minn sem er verkefni okkar núna“ segir Keller-Fløystad.

Hún segir að maðurinn hafi verið á sjúkrahúsi og á geðdeild og óskað eftir því að hann yrði ekki útskrifaður þaðan.

Það var ekkert hlustað á hann en hann talaði mikið um að fá hjálp áður en atvikið átti sér stað“ sagði hún.

Samkvæmt upplýsingum frá réttargæslumanni mannsins getur það tekið nokkrar vikur áður en ákæruvaldið tekur ákvörðun um hugsanlega refsingu.

Jafnframt upplýsir hún að það virðist ekki hafa verið nein sérstök ástæða fyrir því að morðið var framið. ,,Skjólstæðingur minn er í miklu uppnámi og er einnig mjög þunglyndur og talar mikið um að sig vanti hjálp og að hann sé búinn að biðja um hjálp í langan tíma“ segir Keller-Fløystad lögmaður mannsins.

Athugasemdir

Athugasemdir