71 létust í flugslysi er farþegavél hrapaði um kl.15 í dag í Rússlandi

All­ir sem voru um borð í flug­vél Saratov-flug­fé­lags­ins, sem hrapaði skömmu eft­ir flug­tak í Moskvu í morg­un, létust í slys­inu. 65 farþegar voru um borð og 6 manna áhöfn. AFP fréttastof­an greindir frá flugslysinu.  TASS fréttastofan greindi svo frá að allir um borð hefðu látist og að verið væri að skoða brökin úr vélinni en ekki er vitað hvað olli slysinu en sjónarvottar sáu að annar hreyfillinn var alelda. Vélin var sjö ára gömul.

Vél­in hvarf af radar­skjám skömmu eft­ir flug­tak eða innan tíu mínútna á leið sinni frá Moskvu til flug­vall­ar­ins í Orsk, sem ligg­ur nærri landa­mær­um Kasakst­an.

Athugasemdir

Athugasemdir