Uppfært kl.11.20  WOW air hefur sent farþegum sínum tilkynningu í sms um að reynt verði að fljúga klukkan 22.00 í kvöld frá Stokkhólmi. Engar upplýsingar enn til farþega Icelandair

Farþegar sem að biðu eftir upplýsingum frá Icelandair, höfðu sömu sögu að segja, þ.e. að upplýsingagjöf hafi verið með verra móti og voru þeir einnig í óvissu í morgun. Farþegar Icelandair biðu á flugvellinum án þess að fá neinar upplýsingar. En verið er að vinna í þeim málum. Farþegum Icelandair hefur nú verið tilkynnt um að sendar verði frekari upplýsingar um flugið um klukkan 13.00 í dag. Líklega hafa tafir hjá báðum flugfélögum orðið vegna mikilla anna vegna veðurs sem að hefur sett allar samgöngur úr skorðum á landinu.

Miklar truflanir hafa verið á flugsamgöngum til og frá landinu í allan morgun og mörgum flugum hefur verið aflýst. Farþegar sem áttu að fara í loftið um 11.20 leitið í morgun frá Stokkhólmi með WOW air eru strandaglópar þar. ( Uppfært kl.11.20 – fluginu seinkar um tæpan hálfan sólarhring og reynt verður að fljúga frá Stokkhólmi kl.22.00 í kvöld).

,, Við fengum sms í morgun um að fluginu hefði verið frestað en svo vitum við ekkert meira og flugnúmerið eða aðrar upplýsingar um flugið eru ekki á  upplýsingasíðunni á Íslandi. Við erum búin að vera að reyna að ná sambandi við WOW en þar svarar enginn. Við vitum ekkert hvort eða hvernær þetta flug verður heim og engar upplýsingar um það að fá og flugið er heldur ekki merkt á Íslandi þar sem að skráðar eru komur flugvéla erlendis frá.“ segja farþegar sem að bíða í Stokkhólmi eftir flugi með WOW

Aflýst hefur verið mörgum flugum um allan heim og raskanir hafa verið tilkynntar varðandi önnur flug að undanskildu fluginu með WOW air frá Stokkhólmi.

Búið er að aflýsa einnig fjölda fluga frá landinu einnig með flugfélögunum.

Hægt er að afla sér upplýsinga hér um flug

Athugasemdir

Athugasemdir