Miklar tafir voru á flugi til og frá landinu í gærdag og fram á nótt – Fólk sofandi út um alla flugstöð í nótt, fast í flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík

Miklar tafir voru á flugi til og frá Keflavík í allan gærdag og fram á nótt vegna lægðarinnar sem að setti allt úr skorðum á landinu um helgina.

 

 

 

 

 

Mikið af ferðamönnnum voru strandaglópar í Keflavík, hvort sem að þeir voru að koma eða að fara. Vegna þess að hætt var við mikið af flugum og þeim aflýst og svo vegna þess að öll hótel voru uppbókuð fyrir þá sem að ekki áttu pöntuð herbergi. Fólk lá á gólfum um allt.

 

Margar farþegavélar lentu svo um svipað leiti, um og eftir miðnættið og flugstöðin fylltist af fólki og það var allt að tveggja og hálfs tíma seinkun að komast út úr flugstöðinni. Fólk var látið bíða í vélunum og í strætó fyrir utan og hleypt inn í hollum.

Vegna óveðursins voru sumir farþegar búnir að vera á ferðalagi í sólarhring og svo loks þegar að þeir voru komnir til landsins. Þá var Reykjanesbrautin lokuð.

 

 

Fólk lá um alla flugstöðvarbygginguna sofandi í alla nótt enda lítið annað hægt að gera fyrir suma sem voru fastir á landinu.

Reykjanesbrautinni var svo lokað vegna fárviðris upp úr miðnætti og til klukkan 3 í nótt. Ástandið hefði orðið mun verra ef að ekki hefði verið hægt að opna brautina fyrir farþega á leið frá Keflavík.

Athugasemdir

Athugasemdir