Að minnsta kosti 49 manns létust þegar flugvél kom að flugbrautinni úr rangri átt, og hrapaði og brotnaði og varð alelda á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu í Nepal í nótt

,,Flug BS 211, sem er í eigu US-Bangla Airlines, einkafyrirtæki í Bangladesh, var að koma frá Dhaka, í Bangladesh.“ segir lögreglumaðurinn Manoj Neupane

Það voru samtals 71 manns í flugvélinni þar á meðal áhöfnin, sagði Kamrul Islam, yfirmaður almannatengsla fyrir flugfélagið í Bangla.

Fjörutíu lík fundust í og við brakið, á vettvangi, níu létust á sjúkrahúsi. 22 lifðu flugslysið af en það varð klukkan 02:15 á staðartími.

Farþegar voru aðallega Nepal og Bangladesh en einn farþegi var frá Kína og annar frá Maldíveyjum. Raj Kumar Chhetri, framkvæmdastjóri Tribhuvan alþjóða flugvallarins, sagði að hann vissi ekki ennþá þjóðerni fjögurra farþega. Flugvélin kom að flugbrautinni úr rangri átt, samkvæmt upplýsingum frá Chhetri.

,,Flugvélin hafði fengið leyfi til að lenda frá suðurhlið flugbrautarinnar en lenti í staðinn frá norðanverðu. Flugumferðarstjórn veit ekki afhverju þeir komu ekki frá suðurhliðinni. En báðir svörtu kassar vélarinnar hafa fundist.“sagði Chhetri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir