Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, meiddist á hné í leik Everton og Brighton á laugardag

Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, segir ljóst er að meiðslin séu alvarleg samkvæmt frétt RÚV. Hnéð sé mjög bólgið og líti ekki vel út.

Gylfi lék allan leikinn með Everton á laugardag en hann fékk slink á hnéð um miðjan fyrri hálfleik. Everton hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna meiðslanna og að Gylfi muni hitta sérfræðing liðsins í kvöld. Þá kemur í ljós hvort og þá hversu lengi hann verði frá en að Everton óttist að Gylfi gæti verið frá keppni í nokkrar vikur.

Nú eru aðeins þrír mánuðir þar til Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi og óvíst hvort að Gylfi geti verið með íslenska liðinu þar.

Athugasemdir

Athugasemdir