Uppfært kl.11.25 – 14.01.18

Að sögn lögreglunnar á svæðinu eru mestar líkur á því að um sé að ræða líkið af Janne Jemtland, 36 ára konu sem leitað hefur verið að frá því 29. desember s.l. En beðið er eftir staðfestingu á því frá réttarmeinafræðingum. Jafnframt gat lögreglan þess í gær að engrar annarar persónu væri saknað á þessum slóðum. Líkfundurinn varð eftir ábendingu eiginmanns Janne Jemtland sem situr í gæsluvarðhaldi.

Lögreglan finnur lík af konu.

Nú síðdegis fann lögreglan lík konu í ánni Glomma í Noregi en  leit hefur staðið yfir síðan 29. desember af Janne Jemtland, norskri konu sem hvarf í bænum Brumunddal sem er lítill bær og er staðsettur milli Hamars og Lillehammer í Noregi.

,, Konan fannst neðst á ánni. Hún fannst þar sem að lögreglan hafði verið upplýst um að hún væri. Það tók nokkurn tíma að koma konunni upp vegna þess að erfitt var að komast að staðnum í ánni vegna mikilla strauma,“ segir Lögreglustjórinn Frode Hjulstad við VG norsku fréttaveituna. ,, Lögreglan hefur engar upplýsingar um að annarar konu sé saknað af svæðinu“ segir jafnframt í tikynningu lögreglunnar.

Brumunddal er lítill norskur bær á milli Hamars og Lillehammer og hvarfið á hinni 36 ára Janne hefur vakið mikla athygli bæði í Noregi og á Íslandi. Dulafullt þótti er hún hvarf á leið heim til sín eftir að hafa verið í jólaboði með vinum og þrátt fyrir mikla og ítarlega leit fannst hún hvergi.

Blóð úr Janne fannst á tveimur stöðum er lögreglan fór að rannsaka málið á síðari stigum og því var her manna settur í að rannsaka málið og leita að konunni.
Lögreglan framkvæmdi svo rannsókn á húsi Janne og eiginmanns hennar í Brumunddal í gær og var eiginmaðurinn handtekinn vegna gruns um aðild að hvarfi hennar og færður í gæsluvarðahald.

Í gæsluvarðhaldinu sagðist eiginmaðurinn vita hvar lögreglan gæti fundið líkið af Janne en neitaði þó að hafa myrt hana. Leit lögreglu að konunni stóð yfir í allan dag með þyrlum, köfurum og leitarfólki á þeim stað sem að eiginmaðurinn hafði bent á. Leitin bar svo árangur nú síðdegis að því er talið er skv. frétt VG, en lík konu fannst á þeim stað sem að eiginmaðurinn vísaði á.

Athugasemdir

Athugasemdir