Umferðarslys á Flóavegi rétt austan Selfoss – Fjórir fluttir á sjúkrahús – Þjóðvegurinn lokaður. Hestakerra losnaði aftan úr jeppa og hafnaði framan á rútu sem kom á móti
Um klukkan hálf sex í dag, losnaði stór kerra aftan úr bíl sem var í leið í austurátt með þeim afleiðingum að hún hafnaði framan á 9 manna rútu sem kom úr gagnstæðri átt.

Slysið átti sér stað á Flóavegi, þjóðveginum, um tveimur kílómetrum fyrir austan Selfoss.
Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með Sjúkraflutningum HSU. Brunavarnir Árnessýslu eru enn á staðnum ásamt lögreglu og vinna við rannsókn og upphreinsun.
Búist er við að vegurinn verði opnaður um kl. 19:30.

Athugasemdir

Athugasemdir