Sverr­ir Her­manns­son, fyrr­ver­andi ráðherra og banka­stjóri, lést á               hjúkr­un­ar­heim­il­inu Mörk aðfaranótt mánu­dags­ins, 88 ára að aldri.

Sverrir Hermannsson var Fæddur á Svalbarði í Ögurvík 26. febrúar 1930, dáinn 12. mars 2018.

Eig­in­kona Sverr­is var Greta Lind Kristjáns­dótt­ir, sem lést árið 2009. Þau eignuðust fimm börn: Huldu Bryn­dísi, Kristján, Mar­gréti Kristjönu, Ragn­hildi og Ásthildi Lind. Fóst­ur­dótt­ir er son­ar­dótt­ir­in Greta Lind. Önnur barna­börn eru 12 tals­ins og langafa­börn­in eru 6.

Sverrir lauk stúdentsprófi í MA 1951 og viðskipta- fræðipróf frá HÍ 1955. Hann var starfsmaður Vinnuveitendasambands Íslands 1955–1956. Skrifstofustjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1956–1960 og fulltrúi hjá blaðaútgáfunni Vísi hf. 1960–1962.

Sverrir starfaði að útgerðarmálum með bræðrum sínum og var formaður og framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra verslunarmanna frá stofnun þess 1957–1972.

Forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1975–1983. Skipaður 26. maí 1983 iðnaðarráðherra, lausn 16. október 1985. Skipaður 16. október 1985 menntamálaráðherra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí.

Sverrir var bankastjóri Landsbanka Íslands frá árinu 1988 til ársins 1998.

Sverrir var einnig formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1954–1955. Í stúdentaráði HÍ 1954–1955. Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1957–1958. Formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna 1957–1972. Stjórnarformaður útgerðarfélagsins Ögurvíkur 1970–1987. Í milliþinganefnd um vöruflutninga 1973–1976 og í milliþinganefnd um dreifingu útvarps og sjónvarps 1976–1977. Í Norðurlandaráði 1975–1983 og 1987–1988. Í stjórn Sjóminjasafnsins 1979–1983. Formaður Frjálslynda flokksins 1998–2003.

Sverrir var alþingismaður austurlands 1971–1988 (Sjálfstæðisflokkur), alþingismaður Reykvíkinga 1999–2003 (Frjálslyndi flokkurinn).

Varaþingmaður Austurlands apríl 1964, mars–apríl 1967 og október–nóvember 1968 (Sjálfstæðisflokkur).

Iðnaðarráðherra 1983–1985, menntamálaráðherra 1985–1987.

Forseti neðri deildar 1979–1983. 1. varaforseti neðri deildar 1978–1979.
Allsherjarnefnd 1999–2001.

Skýrt og skorinort. Minningabrot Sverris Hermannssonar, skráð af Indriða G. Þorsteinssyni, komu út 1989. Sverrir — Skuldaskil. Ævisaga Sverris Hermannsonar, skráð af Pálma Jónassyni, kom út 2003.

Athugasemdir

Athugasemdir