Gylfi Þór Sigurðsson verður með á HM

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, meiddist á hné í leik Everton og Brighton á laugardaginn

Við greindum í gær frá meiðslum Gylfa Þórs Sigurðssonar og menn höfðu áhyggjur af því að hann mundi ekki ná að keppa á HM.

Samkvæmt heimildum Fréttatímans eru góðar líkur á því eftir læknisskoðun í gær að Gylfi Sigurðsson verði með á HM. Þar sem að talið er að hann verði líklega orðinn góður af meiðslunum eftir u.þ.b. sex vikur.

 

Fréttin frá því í gær :

Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, segir ljóst er að meiðslin séu alvarleg samkvæmt frétt RÚV. Hnéð sé mjög bólgið og líti ekki vel út.

Gylfi lék allan leikinn með Everton á laugardag en hann fékk slink á hnéð um miðjan fyrri hálfleik. Everton hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna meiðslanna og að Gylfi muni hitta sérfræðing liðsins í kvöld. Þá kemur í ljós hvort og þá hversu lengi hann verði frá en að Everton óttist að Gylfi gæti verið frá keppni í nokkrar vikur.

Nú eru aðeins þrír mánuðir þar til Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi og óvíst hvort að Gylfi geti verið með íslenska liðinu þar.

Athugasemdir

Athugasemdir