Boeing 737-800 með 168 farþega um borð í mikilli hættu

Mikil hræðsla braust út í farþegaþotu Pegasus Airlines, af gerðinni Boeing 737-800 þegar hún fór út af á flugbrautinni í Trabzon á norð austur strönd Tyrklands í gær með 168 farþega um borð. Vélin fór út af flugbrautinni hægra megin og fram af bjargi og mátti litlu muna að hún lenti í sjónum við flugbrautina eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Anadolu fréttastofan í Tyrklandi sagði að það hefðu verið mikil læti um borð þegar flugvélin fór út af brautinni hægra megin og fram að klettunum og niður moldar brekku. Farþegaþotan stoppaði bara nokkra metra frá sjávarmáli. Betur fór en á horfðist og hefði getað farið mjög illa ef að vélin hefði verið á meiri ferð.

,,Við fórum fram af klettunum og niður molduga brekkuna og vélin stöðvaði svo í lóðbeinni stöðu með stélið upp að aftan. Það voru mikil læti og fólk var hrætt og hrópaði og öskraði,“ sagði Fatma Gordu einn af farþegum vélarinnar.

Allir um borð voru fluttir á öruggan hátt úr vélinni og engin meiðsli voru tilkynnt. Orsök slyssins eru rannsökuð og flugvöllurinn var lokaður í nokkrar klukkustundir á meðan frum rannsókn fór fram.

Farþegavélin fór frá Ankara seint á laugardag og hafði millilent í Trabzon, við Svartahafið.

Athugasemdir

Athugasemdir