Lögmaðurinn sem er rúmlega þrítugur hefur mikil tengsl við aðila á Ítalíu og er talinn geta staðið við hótanir sínar um hryðjuverk en hann hefur verið með slíkar hótanir á netinu

Sú greining kemur m.a. fram í skýrslu sem varðar málið og var sett fram í tengslum við beiðni um áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi í Bodø í Noregi í gærdag yfir manninum. Þetta er mjög ítarleg skýrsla sem er 47 blaðsíður og m.a. voru geðlæknar fengnir til þess að meta ástand mannsins sem var með umræddar hótanir um hryðjuverk.

Lögmaðurinn var handtekinn í Kaupmannahöfn þann 2. nóvember eftir að hann sendi inn færslu á Facebook þar sem hann hótar að keyra á stórum bíl sínum inn í mannfjölda.

,,Ég er hættulegur, ég er eigandi að stórum bíl og ég get drepið marga,“ sagði hann á myndbandinu sem að hann birti af sjálfum sér á Facebook.

Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislegar árásir gegn kvenkyns starfsmanni hjá lögreglunni auk þess að ógna einnig nokkrum þekktum einstaklingum í þjóðfélaginu.       Lögreglan óskaði eftir því við Héraðsdóm að gæsluvarðhald yrði framlengt áfram um fjórar vikur til viðbótar eða þar til að aðalmeðferð fer fram í máli mannsins og var orðið við því.

,,Þetta hefur bara verið erfið reynsla. Ég er hneykslaður á því að lögreglan túlki yfirlýsingar mínar á þann veg að ég sé með hryðjuverkaógnanir og hótanir,“ sagði lögmaðurinn.

Réttargæslumaður mannsins er mjög óánægður með rannsókn lögreglu á málinu.

,,Lögreglan hefur ekki unnið neitt í málinu á þremur mánuðum þrátt fyrir að hóta núna gæsluvarðhaldi og svo fangelsisdómi. Það er undarlegt að lögreglan í tilviki hryðjuverka aðhafist ekkert í upphafi rannsóknarinnar þegar að hinar meintu hótanir áttu að eiga sér stað og hún hefur tafið málið mikið“, segir Tarjei Reder Breivoll, réttargæslumaður lögmannsins.

Lögreglunni hefur verið boðið upp á að bregðast við gagnrýni Reder Breivoll en hefur ekki gert það. Lögreglan vill halda lögfræðingnum áfram í fangelsi þar til málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi og leggur fram eins og áður sagði 47 bls. skýrslu um málið því til stuðnings.

Eftir því er tekið að um lögmann er um að ræða sem að þekkir lögin best og framferði hans er alveg úr takti við það sem að löglærðir menn eru þekktir fyrir. Talið er að maðurinn gangi ekki heill til skógar en skýrsla dómkvaddra geðlækna mun skýra þá hlið mála fljótlega þegar að málið verður flutt fyrir dómi.

,,Lögreglan hefur sagt að málið muni verða tekið fyrir í mars eða apríl en ég tel engar líkur á að það standist hjá henni og efast ég um að þeir geti staðið við það loforð. Ég óskaði eftir flýtimeðferð á ​​þessu málið svo hægt væri að ljúka því eins fljótt og auðið er“ sagði Reder Breivoll að lokum.  En á meðan er skjólstæðingur hans vistaður í fangelsinu í Bodø.

 

Athugasemdir

Athugasemdir