Kínverskur karlmaður sem fluttur var af vettvangi rútuslyss í Eldhrauni þann 27.12. s.l á gjörgæslu Landspítala er látinn.

Í tilkynningu frá lögreglu í dag, segir að foreldrar mannsins, sem fæddur var 1996 hafa verið hjá honum undanfarna daga og notið aðstoðar starfsmanna kínverska sendiráðsins.

Enn munu einhverjir, þar á meðal ökumaður rútunnar, vera inniliggjandi á almennum deildum Landspítalans.

Athugasemdir

Athugasemdir