Á vefsíðu sem Fréttatíminn hefur undir höndum er að finna upplýsingar um 457 vændiskonur sem skráðar hafa verið á Íslandi undanfarin misseri.

Vefurinn titlar sig sem upplýsingasíða yfir fylgdarkonur og sveina (e. escorts) eða “Global escort guide for business travelers”

En við nánari skoðun kom annað á daginn og birta sumar stúlkurnar ítarlega verðskrá yfir kostnað fyrir þá kynferðislegu þjónustu sem að þær bjóða upp á.

Hér er t.d. skjáskot af upplýsingum um 26 ára erlenda stúlku sem veitir viðskiptavinum ítarlegar upplýsingar ásamt verðskrá sinni. Myndirnar sem að er að finna á síðunni eru ekki birtingarhæfar en þær eru sumar með allra grófasta móti.


Fréttatíminn hafði samband við nokkrar stúlkur í gegnum þau símanúmer sem birt eru á einka svæði á vefnum sem að hver og ein stúlka hefur til þess að kynna sig og sína þjónustu á.

Við fengum þannig staðfestingu á að um vændi væri um að ræða og að raunverulegir aðilar eru á bak við þau íslensku símanúmer sem gefin eru upp.

Hafa verður í huga að ómögulegt er að vita hversu margar af þeim stúlkum sem skráðar eru á vefsíðuna eru starfandi og ekki heldur hægt að vita hvernig staðið er að uppfærslum á vefsíðunni og þess vegna var gerð könnun á því hvort að skráðar stúlkur mundu svara síma. Sumar stúlkur hafa t.d. ekki uppfært síðurnar sínar í langan tíma og því hugsanlegt að þær hafi komið í „vinnuferð“ hingað til lands og ekki eytt síðunni sinni við brottför.

Engin stúlknanna vildi koma í viðtal

Langflestar stúlkurnar eru ekki íslenskar og þær sem við töluðum við vildu ekki tjá sig um hvort þriðji aðili kæmi að sölu vændisins. Ein stúlkan tjáði okkur að hún væri hér sem ferðamaður í tvær vikur og héldi sér uppi með sölu á vændi í Reykjavík.

Verið hefur í umræðunni undanfarin misseri að með fjölgun ferðamanna á Íslandi sem að eru nú um tvær og hálf milljón manns á ári, hafi vændisþjónusta aukist.

Líkaðu við Fréttatímann á Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir