Flugferðir erlendis og dagpeningar eru stór liður í kostnaði ríkisstarfmanna. Það á við um ráðherra og þingmenn m.a. en umræðan í fjölmiðlum undanfarna viku hefur verið um ferða- kostnað og akstur þingmanna. – Rétt væri að upplýsa einnig um kostnað vegna utanferða

Þar hefur verið bent á mikinn kostnað við akstur og einnig velt upp hvort að þessar ferðir allar út og suður hafi í raun átt rétt á sér yfir höfuð?  Vissulega er óumdeilt að einhver þörf er á því að þingmenn heimsæki kjördæmi sitt reglulega, það hefur tíðkast frá stofnun Alþingis.

FÍB hefur reiknað það út að t.d. þingmenn hreinlega hagnist á því að keyra sem mest og getur hagnaðurinn eða réttara sagt mismunirinn á innheimtum kostnaði skv. gjaldskrá og raunkostnaði numið umtalsverðum fjárhæðum. Sem að myndar þá inneign hjá viðkomandi þingmanni miðað við útlagðan kostnað, eða hreinar tekjur. Í stærsta málinu er um að ræða u.þ.b. tvær og hálfa milljón sem að viðkomandi hagnast á keyrslunni. Ekki er þörf á að fara frekar yfir þau mál enda hafa fjölmiðlar verið duglegir að kryfja málið og komast að niðurstöðu sem að nú liggur fyrir.

Annað mál er að keyri t.d. þingmaður það langt frá heimili sínu að hann þurfi að gista og matast í ferðinni, þá ber ríkinu að greiða honum fyrir það 37.100 krónur á dag, eða 371.000 krónur fyrir hverja 10 daga. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um þennan kostnað og hvernig hann skiptist og í raun hefði t.d. þingið að láta þær upplýsingar fylgja með.

Engar nýjar tölur liggja fyrir um ferðakostnað erlendis fyrir ríkisstarfsmenn. Kynntar voru tölur árið 2015 og þá voru þær fyrir árið 2013 eða 5 ára gamlar og nam þá kostnaðurinn um milljarði króna. Meiri líkur en minnir eru á því að sá kostnaður hafi hækkað verulega, enda um 5 ára gamlar tölur að ræða.

Af einhverri ástæðu sem ekki er gott að átta sig á hver er, nema e.t.v. til þess að villa um fyrir venjulegu fólki. Þá er kostnaður vegna dagpeninga erlendis gefinn upp í SDR mynt. Í töflunni hér að neðan höfum við breytt SDR yfir í krónur til þess að fólk átti sig á því hverjar greiðslur ríkisins eru raunverulega fyrir dvöl erlendis, skv. greiddum dagpeningum til ríkisstarfsmanna.

Samkvæmt töflunni, þá geta dagpeningar fyrir hvern dag, ferðist t.d. maki með ríkisstarfsmanni, numið u.þ.b. 100.000 krónum eða 98.052 krónum. Dagpeningar fyrir hvern einstakling er frá 32.684 kr. og upp í 49.026 krónur fyrir hvern dag sem dvalið er erlendis. Í tilefni þess að þingið hefur ákveðið að birta samviskusamlega en að vísu nafnlausa sundurliðun á aksturskostnaði þingmanna.

Þá væri eðlilegt að þingið mundi einnig birta sundurliðun yfir annan kostnað eins og t.d. varðandi ferðir erlendis enda má reikna með að sá kostnaður sé mun meiri og jafnvel umdeildari en ferðir um kjördæmi þingmanna á bílum sínum?  Fleiri ríkisstofnanir en þingið hafa verið gagnrýndar fyrir ferðakostnað og stutt er síðan að Biskup Íslands var gagnrýnd fyrir háan ferðakostnað svo dæmi sé tekið.

Fréttatíminn hefur m.a. upplýsingar um aðila sem að er hátt settur hjá ríkisstofnun og dvelur eins mikið erlendis og hann mögulega getur á hverju ári og hefur stundað það s.l. áratug. Hann lifir góðu lífi á hagnaði af dagpeningunum sem að hann fær fyrir ferðir sem að oftast eru algerlega óþarfar nema fyrir hann persónulega, þar sem að hann hagnast á þeim. Hann hefur ferðast oft til allra heimsálfa og er safnari og hefur í ferðum sínum komið sér upp fágætu og verðmætu safni héðan og þaðan úr heiminum.

Við birtum hér að neðan skýringar vegna dagpeninga:
Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis 

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna  á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins sem hér segir:

Almennir dagpeningar
Flokkur og staðir   Gisting Annað Samtals
Flokkur 1: Moskva, New York borg, Singapúr, Tókýó,Washington DC

 

SDR

 

208

 

125

 

 

333 eða 49.026 kr.

 

Flokkur 2: Dublin, Istanbúl, Japan (nema Tókýó), London, Lúxemborg, Mexíkóborg, Seúl SDR 177 106 283 eða

41.664 kr.

Flokkur 3: Amsterdam, Aþena, Bandaríkin (nema New York borg og Washington DC), Barsilóna, Brussel, Genf, Helsinki, Hong Kong, Kanada, Kaupmannahöfn, Madrid, Osló, París, Róm, Stokkhólmur, Vín SDR 156 94 250 eða

36.806 kr

Flokkur 4: Annars staðar

 

SDR

 

139

 

83

 

222 eða

32.684 kr.

 Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands 2017

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem að neðan greinir.

Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Ákvörðun ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga.

  • Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 37.100
  • Gisting í einn sólarhring kr. 25.900
  • Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag kr. 11.200
  • Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 5.600

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. júní 2017. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 2/2016 dags. 27. október 2016. Fjárhæðir taka mið af árstíðabundinni sveiflu gistikostnaðar og er að jafnaði breytt tvisvar á ári. Þannig eru fjárhæðir hærri yfir sumarmánuðina. Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki.

Ferðakostnaður ríkisstarfsmanna skiptist í akstursgjald vegna aksturs ríkisstarfsmanna á eigin bifreiðum á vegum ríkisstofnana og dagpeninga vegna ferða almennra ríkisstarfsmanna innanlands sem utan. Ferðakostnaðarnefnd hefur það verkefni að ákveða hver þessi gjöld eigi að vera.

Nefndin skoðar forsendur akstursgjalds og dagpeninga að jafnaði ársfjórðungslega eða oftar, ef þörf krefur. Í framkvæmd breytast þó fjárhæðirnar sjaldnar. Þannig breytast dagpeningar erlendis yfirleitt einu sinni á ári, í júní. Dagpeningar innanlands breytast alla jafna tvisvar á ári, í júní og október. Akstursgjaldið hefur upp á síðkastið breyst tvisvar til þrisvar á ári, en breyttist áður fyrr mun oftar enda verðbreytingar þá miklu meiri.

Ferðakostnaðarnefnd var fyrst skipuð samkvæmt ákvæðum kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og BHMR við ríkið árið 1974. Í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi tilnefndur af BSRB, annar af BHMR og tveir fulltrúar tilnefndir af fjármála- og efnahagsráðherra. Nefndin er í eðli sínu samninganefnd og komi til ágreinings skipar Hagstofa Íslands oddamann, en ekki hefur enn reynt á þetta.

Um dagpeninga æðstu embættismanna og ráðherra gilda hins vegar sérstakar reglur sem ferðakostnaðarnefnd fjallar ekki um.

Alþingi hefur þegar birt tölur varðandi akstur en hér er yfirlit yfir greiðslur pr. kílómeter :

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana sem hér segir:

  • Fyrstu 10.000 km, kr. 110,00 pr. km
  • Frá 10.000 til 20.000 km, kr. 99,00 pr. km
  • Umfram 20.000 km, kr. 88,00 pr. km

Við útreikning á sérstöku gjaldi skal bæta 15% álagi á almenna gjaldið og við útreikning á torfærugjaldi skal bæta 45% álagi á almenna gjaldið.Akstursgjald þetta gildir frá og með 1. desember 2015.

 

Athugasemdir

Athugasemdir