Breska verslunarkeðjan Iceland er fyrsta verslunarkeðjan til þess að skuldbinda sig til þess að hætta allri pökkun á vörum sínum í plast þegar að kemur að vörum með vörumerkjum verslunarkeðjunnar. Verslunarkeðjan heitir því að innan fimm ára muni hún binda enda á að taka þátt í þeirri miklu plastmengun sem orðið hefur á undanförnum árum í heiminum.

Iceland ætlar að skipta úr plastumbúðum í umbúðir eins og pappírspoka og endurvinnanlegar umbúðir og ætlar sér að vera fyrsti stórmarkaðurinn á heimsvísu í að verða „plastfrí“ verslun á eigin vörumerkjum fyrir árið 2023.

Skv. könnun sem að verslunarkeðjan Iceland gerði, voru 80% af 5.000 manna úrtaki mjög ánægðir með nýja stefnu fyrirtækisins.

Verslunarstjóri Iceland keðjunnar, Richard Walker, sagði: ,,Veröldin hefur vaknað í herferð sinni gegn plasti. Vörubílsförmum af plasti er sturtað í hafið okkar á hverri mínútu með tilheyrandi skemmdum og mengum á sjávarlífinu“.

Hann sagði einnig að verslunarkeðjan Iceland í Bretlandi mundi tryggja að allar umbúðir væru að fullu endurvinnanlegar að þar sem það var tæknilega mögulegt að búa til umhverfisvænni valkosti, þá væri engin afsökun lengur að pakka vörum í umbúðir sem væru skaðlegar fyrir umhverfið okkar.

Samantha Harding, einn af helstu umhverfisverndarsinnum landsins, sagði af þessu tilefni ,,Iceland er staðfastlega að varða rétta leið sem að allar aðrar matvöruverslanir ættu að fylgja“.

Í síðustu viku lýsti Theresa May, forsætisráðherra því yfir að útrýma þyrfti öllum plastúrgangi innan 25 ára og væri það hluti af umhverfisstefnu stjórnvalda.

 

Finnst þér að íslenskar verslanir ættu alfarið að hætta með plastumbúðir ?

Athugasemdir

Athugasemdir