Kl. 18.25  Búið að loka Lyngdalsheiði, Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurs.

Tvær rútur með um fimmtíu farþega um borð eru fastar á veginum og hindra umferð. Tugir björgunarsveitarmanna vinna að því að flytja farþegana úr rútunum af heiðinni.             Fært er um suðurstrandarveg en talsverð hálka er á veginum.

Kl. 17.32  –  Lögreglan vara við því að ekkert ferðaveður er nú á Mosfellsheiði

Búið er að loka Mosfellsheiði en þar er ekkert ferðaveður. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum vegna skafrennings og ófærðar. 130 manns hefur verið hjálpað af heiðinni að sögn björgunarsveitar.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðan- og síðar norðvestanátt, 13-18 m/s og snjókoma í fyrstu. Lægir í kvöld og nótt, vestan og suðvestan 3-8 og úrkomulítið á morgun. Frost 0 til 5 stig.

Líkaðu við Fréttatímann. Fréttavef allra landsmanna

Veður:

Skammt NA Langanesi er 960 mb lægð sem þokast S og grynnist. Skammt NA af Færeyjum er minnkandi 960 mb lægð sem þokast NA.                                                     Á vestanverðu Grænlandshafi er um 975 mb lægð sem hreyfist hægt SA.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og snjókoma eða él norðan- og austanlands, en bjartviðri að mestu á suðvesturhorninu. Frost 0 til 7 stig.

Á föstudag:
Norðan 10-15 m/s og snjókoma um landið norðanvert, en þurrt og bjart veður S-til. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag:
A-læg átt, 8-15 m/s og bjartviðri sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og stöku él norðan- og austanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum N-lands.

Á sunnudag:
Suðaustan 8-15 m/s og skýjað en úrkomulítið um landið vestanvert, en hægari vindur og víða bjartviðri austantil. Hiti um og yfir frostmarki vestanlands, annars talsvert frost.

Á mánudag:
Líkur á sunnan strekkingi og hlýnandi veðri með rigningu sunnan- og vestanlands, en þurru veðri á Norður- og Austurlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir