Búið er að sækja kvikmyndina Undir Trénu 8.354 sinnum á vefsvæðinu Deildu.net sem er torrent síða sem að dreifir höfundarvörðu efni frítt á netinu.

Ef tekið er mið af því að kvikmyndin kostaði á DVD diski 2.590 krónur í verslun miðað við verð á íslenskum kvikmyndum, væri um að ræða þjófnað upp á 21.636.860 krónur.

Kvikmyndin sjálf er ekki komin á DVD en að sögn Grímars Jónssonar framleiðanda myndarinnar kemur myndin væntanlega á DVD fyrir sumarið.

Grímar er miður sín hve oft búið er að sækja myndina á Deildu.net og var hann spurður út í hvort honum þætti FRÍSK (Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum) vera gera nóg í sambandi við baráttuna gegn deilingu á íslensku efni á netinu.

,,Það mega allir gera betur – líka ég sjálfur, ég hef rætt við kollega mína á norðurlöndunum – þar er ástandið ekkert skárra þannig séð – nema í Finnlandi”

Ekki náðist í FRÍSK í úrvinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sjá: Eins og sagt var í Fréttatímanum 9. janúar sl. var Undir trénu önnur vinsælasta mynd ársins 2017 og námu tekjur myndarinnar…

Uppfært: 10:02
FRÍSK hafði samband fáum við svör í lok dags.

 

Uppfært: 17:51
Svör frá FRÍSK berast.

1) Hver er stefna ykkar varðandi ólöglegt niðurhal ?

Til að lágmarka skaðann af ólöglegu niðurhali höfum við gert aðalega þrennt.  A) fræða almenning um skaðsemina, b) ítreka við félagsmenn okkar að efni sé aðgengilegt á sanngjörnu verði og c) notast við lagalegar aðgerðir þar sem við á.

2) Hvað hafið þið gert í sambandi við Deildu.net til þess að ná henni alveg niður ?

Við höfum kært síðuna og þá aðila sem við teljum vera á bak við hana til lögreglunnar.   Þá hafa rétthafasamtök fengið lögbann á síðuna hjá fjarskiptafyrirtækjum sem hefur fækkað þeim sem sækja síðuna en lokar ekki síðunni.

3) Hvernig hyggist þið verja íslenskt efni ?

Við höfum sérstaklega kært til lögreglu valda notendur sem hafa sett inn íslenskt efni á deildu.net   Þá hefur einn félagsmanna okkar nýlega prófað að nota “watermarking” í nýlega íslenska þætti sem gaf góða raun.  Umsvifalaust var hægt að finna þann einstaklings sem setti inn fyrsta þáttinn í seríunni og var hann kærður til lögreglu.

4) Nú er búið að sækja Undir Trénu 8326 sinnum á vefsvæði Deildu.net, Hvað ætli þið að gera til að bæta úr þessu fyrir framtíðina ?

Í þessu einstaka tilviki er um að ræða “screener” sem var notaður af framleiðanda (t.d. fyrir kvikmyndahátíðir).  Við höfum hvatt viðkomandi framleiðanda að nota “watermarking” af slíkum screenerum í framtíðinni svo hægt sé að rekja hvaðan hann kemur.   Annars vísa ég í svör við spurningum hér að ofan.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir