40 cm. hár snjór í Noregi. – Tafir á umferð og flugsamgöngum

Miklar tafir hafa verið í allan dag í Noregi í umferðinni vegna mikillar snjókomu. Tafir hafa einnig verið á flugvellinum í Gardemoen vegna þessa í allan dag.

Veðurstofan spáir áfram talsverðri snjókomu og roki næsta sólarhringinn og út alla vikuna. Bílar hafa verið fastir víða og skyggni verið mjög slæmt á sunnanverðu landinu í dag.

Verst er ástandið í Oslo og víða um suðurhluta landsins.  Fleiri hundruð nemendur hafa orðið að halda sig heima og ekki komist í skóla í t.d. Vest-Agder fylki.

22.000 heimili urðu rafmagnslaus

Um 22.000 heimili urðu rafmagnslaus þegar að mest var í gær vegna veðursins en eru nú 15.800 og verða það áfram í nótt og fram eftir degi. Unnið er að viðgerðum hjá rafveitunum  Agder Energi og Skagerak Energi. Þau heimili sem að hafa verið rafmangslaus eru samtals: 14.300 í Agder, 5.500 í Vestfold og Telemark. 2.100 í Buskerud, Akerhus, Oslo og Östfold. Einnig 500 heimili í Hedmark og Oppland.

Athugasemdir

Athugasemdir