Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, en viðkomandi var handtekinn í janúar.

Rannsókn málsins hefur miðað vel og stefnt er að því að henni ljúki fljótlega. Í framhaldinu verður málið sent embætti héraðssaksóknara. Segir í tilkynningu frá lögreglu en um er að ræða starfsmann sem hefur unnið um árabil hjá Barnaverndar Reykjavíkur og er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi á tíu ára tímabili eða frá árinu 2000 til 2010.

Kæra barst eins og kunnugt er, lögreglu á hendur manninum í ágúst 2017 en hinn meinti barnaníðingur var ekki handtekinn fyrr en í janúar s.l.

Fyrir liggur að lögregla hefur viðurkennt mistök við meðferð málsins og hefur breytt vinnureglum sem varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur. Þá hefur lögmaður meintra brotaþola jafnframt gefið það út opinberlega að verið sé að skoða skaðabótakröfur meintra brotaþola vegna málsins sem er nú á góðri leið með að skýrast skv. upplýsingum lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir