Karlmaður var í gær dæmdur í 60 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir vörslu á 12 kannabisplöntum, 101,41 g af marijúana og 65,89 g af kannabislaufum.

Ákærði hafði um nokkurt skeið fram til þessa dags ræktað greindar plöntur, sem fundust ásamt öðrum efnum við leit lögreglu í húsnæðinu.

Með hliðsjón af sakarefni þessa máls, umfangi þeirra ávana- og fíkniefna sem tilgreind eru í ákæru sem og greiðlegrar játningar ákærða þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð.

Athugasemdir

Athugasemdir