Mynd NRK

Hann var 17 ára en hún 38 ára – Skei Grande og ungi maðurinn sem hún hafði kynmök við fyrir um tíu árum undir berum himni á skemmtun hjá flokki hennar. Þau hafa nú bæði tjáð sig.

Skei Grande, nýr Menningarmálaráðherra Noregs hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hún sé ekki barnaníðingur og að báðir aðilar hafi veitt samþykki sitt sumarið 2008.

Nú segir hann frá sinni hlið málsins, um tíu árum síðar –  Boðnar 5 milljónir fyrir viðtalið

,,Ég er 26 ára í dag en var 17 ára þegar að við Skei Grande vorum saman í veislu í Þrændalögum í Noregi. Ég mun ekki fara út í smáatriði um hvað gerðist en málavextir voru á þá leið að við höfðum bæði verið að drekka áfengi og fengum okkur göngutúr út á kornakur í nágrenninu við veislusvæðið.

Þar lögðumst við niður saman af fúsum og frjálsum vilja . Grande var þá þingmaður og varaformaður flokksins, síðla sumars 2008. Ég var 17 ára gamall og var ekki meðlimur í flokknum en hún var þá 38 ára“.

Hinn 26 ára maður sem að málið snýst um en nafns hans hefur ekki verið getið, segir að þetta sé fyrsta og síðasta skiptið sem að hann segi sína útgáfu af málinu og að hann muni ekki ræða við neina fjölmiðla meira  ,,Þetta er það eina sem að ég ætla að segja almenningi um málið. En ef Forsætisráðherrann vill heyra útgáfuna mína persónulega, þá mun ég auðvitað verða við því“

Trine Skei Grande neitar einnig að tjá sig frekar um málið og segist hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og gert Forsætisráðherranum grein fyrir sinni hlið og hafi ekkert meira um málið að segja.

Áður hefur Trine Skei Grande lýst því yfir að hún telji að hún hafi ekki gert neitt rangt en hún var 38 ára þegar að umrætt atvik átti sér stað og segist hafa verið á öðrum stað í lífi sínu en í dag en hún er nú 48 ára .

Erna Solberg skipaði Grande sem Menningarmálaráðherra s.l. miðvikudag.

Margar útgáfur og kjaftasögur hafa verið um umrædd samskipti sem að áttu sér stað fyrir um tíu árum og margar útgáfur verið á kreiki manna á milli undanfarin ár. M.a. að hinn 17 ára drengur hafi ráðist á Grande og haft við hana samræði án hennar samþykkis.

Tilboð upp á fjögur hundruð þúsund norskar krónur eða sem samsvara rúmum fimm milljónum íslenskum krónum

,,Vefmiðillinn Resett sem er í eigu milljarðamæringa, hefur boðið mér fimm milljónir króna fyrir söguna mína“ segir hann.

Maðurinn á bak við vefsíðuna, Helge Lurås, staðfestir að þeir hafi boðið peninga fyrir viðtalið en vill ekki staðfesta upphæðina.
,,Við teljum að það sé mikilvægt mál fyrir hann að létta á sér varðandi þetta mál og að það hafi verið honum þung byrði “ sagði Lurås.

Maðurinn hefur afþakkað boðið um fimm milljóna króna viðtalið og vill ekki neina athygli vegna þessa gamla máls frá árinu 2008. Hann segist ekki ætla að eyða næstu tíu árum af lífi sínu í að velta sér upp úr þessu gamla máli og óskar Grande alls hins besta í framtíðinni og í nýju starfi.

Athugasemdir

Athugasemdir