18.01.2017 –  kl: 08.25

All harður árekstur varð er tvær fólksbifreiðar skullu saman, framan á hvor aðra nú rétt áðan eða upp úr klukkan átta á Álftanesi.

Lögregla, sjúkrabíll og tækjabíll slökkvuliðsins voru á vettvangi. Flytja þurfti fólk úr bílunum með sjúkrabíl.

Ekki er vitað um ástand farþega bílanna en áreksturinn varð innanbæjar en mikil hálka var á veginum og snjór. Tildrög slyssins hafa líklega verið með þeim hætti að annar bíllinn hafi runnið í hálku og framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Athugasemdir

Athugasemdir