Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti seinnipartinn í dag slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Maðurinn var þar á ferð ásamt félögum sínum og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Talið er að maðurinn sé fótbrotinn. Björgunarsveitir Landsbjargar voru sendar áleiðis til öryggis ef þyrlan gæti ekki athafnað sig en til þess kom hinsvegar ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir