Sjö ára gömul stúlka, Zainab Ansari fannst látin á ruslahaugum í Pakistani þann 9. janúar á þessu ári. Rannsókn á líki stúlkunnar leiddi í ljós að stúlkunni hafði verið nauðgað ítrekað og að lokum kæfð til dauða.

Morðið á stúlkunni og grimmdin sem að henni var sýnd, vakti mikinn óhug og sterk viðbrögð hjá almenningi í Pakistan. Á laugardag var morðingi stúlkunnar, Imran Ali dæmdur til dauða vegna brottnáms, nauðgununar og morðs á stúlkunni og einnig fyrir  hryðjuverk.

,, Ég er ánægður með úrskurðinn, en ég vil samt að morðinginn verði hengdur opinberlega,“ sagði faðir stúlkunnar þegar að dómurinn var kveðinn upp á laugardaginn.“

Morðinginn sem er 24 ára gamall hefur einnig verið tengdur öðrum árásum og nauðgunum gegn fleiri stúlkum á svæðinu og samkvæmt játningu hefur hann viðurkennt að hafa nauðgað átta öðrum stelpum. Hann játar einnig að hafa myrti sjö af fórnarlömbum sínum.

Morðin hafa ollið mikilli reiði gegn lögreglu og stjórnvöldum í Pakistan. Margir telja að lögreglan hafi ekki gert nóg til að vernda börn og þá sérstaklega stelpur í landinu og það urðu talsverð átök á milli mótmælenda og lögreglu.

280 börn voru kynferðislega misnotuð af mönnum í Pakistan sem að svo hótuðu fjölskyldum fórnarlambanna að leka myndböndum af misnotkuninni á internetið, ef að fjölskydurnar mundu ekki greiðsla þeim fyrir að afhenda þeim myndböndin.

Hundruð myndbanda hafa verið seld á evrópskum vefsíðum af ódæðunum.

Athugasemdir

Athugasemdir